þriðjudagur, janúar 25, 2005

24 ára

Eitthvað vantaði í bloggið hér á undan. Það er að segja hvursu ung í anda ég væri. Sem sagt eftir þessum útreikningum er ég 24, ekki slæmt það..Var annars að horfa á Idolið síðan á föstudaginn. Og aldrei slíku vant er ég bara nokkuð sammála dómnefndinni.
Brynja: La la, spæld yfir því, veit að hún getur mikið betur.

Davíð Smári: ótrúlega skemmtilegur og bara nokkuð góður, hissa því ég hef ekki fílað hann
.
Vala: Dauð, og komin tími á að hún færi.

Margrét Lára: Sæmó, hef svosem enga skoðun á henni
.
Ylfa Lind: Alltílagi, finnst hún samt hafa ótrúlega flotta rödd.
Lísa: Rosalega góð, en eitthvað í fari hennar sem truflar mig.
Hildur Vala: Nokkuð góð, hef heldur enga skoðun á henni.

Heiða: Best í þetta skiptið. Sammála Þorvaldi, með klassann.

Helgi Þór: Ferlega skemmtilegur og mér finnst hann syngja bara vel

Þetta er semsagt mitt mat. Og hafðið það. Annars ekki gert mikið í dag. Náði reyndar í mömmu í vinnuna og skruppum í Elko, að versla smá. Fékk mér blender og svo rak ég augun í DVD diskana. Tveir fyrir 2000 kall. Og hvað haldiði að ég hafi fundið, en ekki Rocky Horror Pitcure Show og Hárið. Jibbý. Svo ég smelti mér á þá. Loksins fann ég þessar myndir

Yfir og út krúsarknús..............


Engin ummæli: