föstudagur, janúar 14, 2005

Klukkan orðin margt

og hér sit ég og bíð eftir mínum ektamanni, sem skrapp í boði Jónasar okkar á Naustið á eitthvert kallakvöld. Adda var að fara frá mér og við tókum sko 3 stykki óþverra. Hún vann tvo og ég einn. Alltaf sama sagan King Of Diamonds Besti dagurinn minn í dag og ég finn hvernig Gunnan er að brjótast út aftur. hehehe... Ríkey klippari kom í heimsók í morgun þessi elska og færði mér ógó flott baðsalt, verst að ég á ekki baðkar. Bath TubEn vitið hvað ég gerði. Vala Matt auglýsti í síðasta innlits-útlits þætti eftir baðherbergi til breytingar og mín var fjlót að smella nokkrum myndum af mínu ógeðslega baðherbergi og senda henni. Og nú er mar með putta í kross og tær líka. Og þið dúllurnar mínar í kommenti síðasta bloggs. Takk fyrir mig og að sjálfsögðu er óhætt að hringja í mig. Og svo fannst mér líka soldið gott fyrir egóið að mín sé saknað í vinnunni. Takk Takk. Bow Down Og svo hringdi Rúna í mig í dag. Fæ alltaf svona smá sökknunarsting í mallan þegar ég tala við hana. En nú eru þau að fara að flytja eina ferðina enn. Nú á að selja húsið sem þau leigja þarna. Eru búin að finna annað, miklu stærra með risasundlaug og heitum potti í garðinum. Mig langar til þeirra......Svo er grímuball í mínum ástkæra kór núna í janúar og ég verð því miður að vera fjarri góðu gamni, sem er nú frekar fúlt þar sem ég er í skemmtinefndinni og átti hugmyndina af þessu glensi okkar. Theater En það er ég viss um að það verður ógeðslega gaman. Ekki spurning með öllum þessum dásamlegu konum. Hafiði heyrt um konuna sem gaf manni sínum úlpu í jólagjöf og pakkaði pela barnsins með úlpunni inn. Alveg óvart. hahahaha.
En nóg í bili. Held ég skríði bara undir feld og fari að lúlla.
Yfir og út krúsarknús............ Falling Asleep


Engin ummæli: