þriðjudagur, janúar 04, 2005

Andvaka dauðans og sk...

Oh, nú er ég andvaka og get með engu móti sofnað. Tók hér inn tvær svefntöflur klukkan rúmlega ellefu og taldi mig í góðum málum. Upp í rúm með Erni og lesa fyrir hann og svo bænir og rullan öll þar á eftir, og kiss kiss góða nótt. Blow Kiss Er rétt að sofna byrjuð að svífa þá hringir síminn. Klukkan alveg að verða tólf. Mamma. Bara að hringja og óska þér góðs gengis. Ok. upp í rúm aftur og druslan ég slökkti ekki á símanum og 15 mínútum seinna fæ ég sms. Lilja bara að óska góðs gengis. Og ekki má gleyma því þegar ég var svona rétt búin að gleypa þessar fínu töflur hringdi Sússý frænka. Góðs gengis. Og nú bara geispa ég og geispa. Og get ekki sofnað. Alveg hreint að drepast í maganum. Komin með rennandi you know... Sickly Og maðurinn minn elskulegur liggur þarna og hrýtur og hrýtur. Sleeping Jæja best að gera eina tilraun enn. Wish me good luck. Og eitt enn. Viljið þið gjörasvovel að blogga hér eitthvað. Hér skrifar ekki nokkur maður svo dögum skipti. Halló ég vil hafa eitthvað að lesa þegar ég kem heim á föstudaginn......

Yfir og út krúsarknús........... Bow Down






Engin ummæli: