mánudagur, janúar 24, 2005

Enn og aftur er klukkan

orðin allof margt. Alltaf sama sagan með mig. Get aldrei druslast í bælið á skikkanlegum tíma. Held að þetta sé einhver vírus sem ekki er hægt að losna við... VirusEn só vott. Tannsi í fyrramálið og get ekki sagt að mig hlakki til. Fyrir nú utan það hvað þetta kostar asskoti marga peninga. Svo er komin tími á klippingu og lit líka, Hairy svo þarf að borga kórgjaldið svo það er nóg að borga fyrir mig eina. Dýr kona í rekstri. heheeh....Skurppum aðeins til Guðnýjar og Sigga í dag og svo var barnið alveg viðþolslaust og vildi endilega hitta dætur Olgu í kvöld svo við drifum okkur í svona smá kvöldheimsókn mæðginin. Og nú vill Olga selja fínu Lazy boy stólana sína tvo því að hún hefur eiginlega ekki pláss fyrir þá og ég vil kaupa þá. Ég gæti sko alveg búið í einum slíkum. Ekkert venjulega gott að krúsa í svona tæki. Chair 2 Spúsi minn vill nú meina að ég komi þeim ekki inn um dyrnar á sjónvarpsherberginu, en hvernig er það er ekki allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skal, ég get og vil......Nú svo erum við Sillan að gæla við þá hugmynd að fara í tíma til MP og það kostar líka peninga. Ef ég væri ríkur, diridiridiri......Jæja best að fara að lúlla og gá hvort mig dreymi ekki tölurnar í víkingarlottóinu næsta miðvikudag.... Lottery

Yfir og útkrúsarknús....... Snow Globe






Engin ummæli: