fimmtudagur, janúar 27, 2005

Fullt af heimsóknum

Morph Oh það er svo gaman að fá svona fullt af heimsóknum. Lonni kom hér aðeins í dag og að sjálfsögðu tókum við eins og einn óþverra, (hún vann) Svo kom Adda um hálf níu og við tókum eins og tvo óþverra,(hún vann báða) Grrr og svo rúsínan í pylsuendanum. Klemens og Jóna Hlín komu svo um tíu og hér sátum við og kjöftuðum frá okkur allt vit og rænu til að verða hálf tvö. Ahhhh, gaman að þessu. Fór á kóræfingu í gærkvöldi og mikið rosalega var gaman. Fullt af nýjum lögum og svona. Og svo komst ég að því mér til mikillar ánægju að eftir þessa aðgerð sem ég fór í og var tvíþætt að þá hefur annar hluti hennar orðið til þess að röddin í mér hefur hækkað, nú næ ég í tóna sem ég var alveg búin að tína niður. Það upplýsist hér með að þessi hluti aðgerðar var bakflæðis viðgerð. Jibbý Treble Ítalíu ferð framundan hjá oss og mér sýnist á öllu að ég verði að slaufa henni. Sökum tannviðgerðar. Nú er hel..... beineyðingin komin í efri gómin og útlit fyrir að ég missi eins og eina framtönn. Einhver beineyðing er líka að koma sér fyrir í neðrigóm, og hélt hann að hægt væri að redda því með því að skafa beinið. Ááááááááááááááááá, og þetta kostar sko formúgu. Er hreinlega farin að spá í hvort ekki borgi sig bara að láta rífa allt draslið og smíða góm. Samt, ekki fýsilegur kostur. Mér þykir sko alveg rosalega vænt um þetta postulín sem Guð mér gaf. Missing Teeth Hélt nú samt að þegar þetta vandamál í neðri gómi var lagað fyrir 2 árum að þá væri ég laus, allavega þar. Og það kostaði sko 326 þúsund kall. Crying 2 Já, því er misskipt láninu í þessum heimi. Hvað hefi ég gjört til að verðskulda þetta ógó. En ekki meir um það. Nema einhver þarna úti vilji bjóða mér í ítalíu ferð með mínum heittelskaða kór. Þá bara að láta mig vita.. Angel Jæja enn og aftur komin tími á ból.
Yfir og út krúsarknús.......................................... Sleeping


Engin ummæli: