fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ein ég sit og sauma

inn i litlu húsi, engin kemur að sjá mig, nema litla músin............ Nei,nei, ég segi nú bara svona. Nú er ég alveg að verða vitlaus á þessu endalausa aðgerðarleysi. Og nú er mig sko bara farið að hlakka til að mæta í vinnuna aftur. Ótrúlegt að heyra þetta koma úr mínum munni. En svona er þetta bara. Ásthildur leit reyndar við hér í dag í mýflugumynd. Brjálað að gera hjá henni, er að fara til Miami á mánudaginn og svona. Svo var hún með fullt að slúðri. hehe.... Gaman að því. Ekki veit ég hvernig ég færi að ef ég hefði ekki fjölvarpið núna. Er sko búin að horfa á nokkur hundruð matreiðsluþætti, sem b.t.w. maðurinn skilur ekki í að ég nenni að horfa á þar sem mér þykir með eindæmum leiðinlegt að elda. Ég segist að sjálfsögðu vera að finna upp á einhverju nýju fyrir hann að elda. Nú og svo breyta herbergi þættir svo ég tali nú ekki um alla læknisþættina á Reality Cannel. Skera mann og annan. Enda komin með kassalaga augu. Buggin
Tók mig reyndar aðeins til í andlitinu og leit til Olgu í kvöld, og o.m.g. þvílíka vinnan sem þau eiga fyrir höndum. Þetta kemur örugglega til með að taka 2 til 3 mánuði. Ömmingja þau.....Liljan mín er komin með vinnu. Jibbý. Hún byrjar um næstu mánaðarmót á leikskóla. Seesaw Við Lonni ætlum að skipta með okkur að passa litla manninn. Ég verð með hann þá daga sem ég er í fríi og Lonni hina dagana. Hlakka bara til þess. Hún verður að vinna frá 1 til 5 svo þetta ætti nú ekki að vera mikið mál. Svo verð ég að hringja í tannsa í fyrramálið. Er alveg að drepast í kjaftinum. Bólgið tannhold og læti. Ekki minn tebolli. Þoli ekki tannsa.. Dentist Bói bróðir kom hér í gærkveldi og var bara rólegur, sat hér í 2-3 tíma. Við sjáumst alltof sjaldan, og þó svo að hann komi nú oft í bæinn þá er það bara mæting á fundi og svo flogið heim aftur. Verð endilega að fara að gera mér ferð svona eins og eina helgi þarna norður og leggjast upp á þau og eiga með þeim góða stund. Svo kom Sillan mín líka eftir kóræfingar. Hún var svo elskuleg að taka upp fyrir mig æfinguna svona svo að ég geti nú verið svona óbeint með. Svo er get ég farið að æfa mig... Singer Lonni mín byrjuð í No Name skólanum voða gaman hjá henni. Svo hringdi hún í mig í kvöld og vill endilega koma hér á morgun og mála mig. Aðeins að æfa sig fyrir skólann annað kvöld. Það held ég að þetta eigi við hana. Lipstick 3 Eyeshadow 2 Ekki hefur heyrst neitt frá Innlit Útlit. Á svosem ekkert von á að það skili sér hingað. Ég vinn aldrei í svona löguðu. Það væri samt ógó gaman... En nú er ég hætt..
Yfir og út krúsarknús............ Lava Lamp

Engin ummæli: