föstudagur, október 29, 2004

"Jákvæða hliðin á lífinu"

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur
lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni af að þú
hefur opnað.

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú
ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Við gætum lært heilmikið af litunum:
sumir eru skærir, sumir fallegir, sumir leiðinlegir, sumir hafa
skrítin nöfn og allir eru þeir mismunandi....en þeir geta allir komist
ágætlega fyrir í sama kassanum.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist
þegar hann endurtekur ferðina.

Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur
hugsað til þín í dag!..

"Og þessi einhver er ég.".....
Ekki sitja ein/n að þessum skilaboðum....., sendu þau til einhvers
sem er þér svo mikilvægur.... "NÚNA"..

Jæja þá er þessi vakt á enda runnin. Síðasta vaktin með Túrstæn. María var að vinna með okkur og lá líka svona ljómandi vel á henni. Hún getur nebbilega átt það til að vera soldið skrítin í skapinu. En þetta var hin fínasta vakt og má eiginlega segja að við höfum hlegið okkur í gegnum hana. Hálfpartin farin að sjá eftir því að hafa sagt já við Stöðvuna. Núna fæ ég hroll að hugsa til þess að vakna klukkan rúmlega sjö í fyrramálið. En svo verð ég voða glöð klukkan tvö. Skráði mig á jólahlaðborðið í kvöld. Það verður á Sögu þetta árið og kostar ekki nema 2500 kall. Svo það er um að gera að drífa sig og fá gott í malla. Mér finnst það alltaf svo gott. Nammi,namm.

Yfir og út, krúsarknús.............Engin ummæli: