fimmtudagur, október 07, 2004

Ekkert svo sem markvert

að frétta af þessum bænum. Hélt náttlega hér þetta fína partý síðasta laugardag og var að sjálfsögðu mikið sungið og svoldið drukkið. Bara pent, enginn ofurölvi. Allt eins og það á að vera. Nema ég fór ekki að sofa fyrr en hálf sjö og var frekar slæpt þegar ég svo mætti í Kramhúsið með mínum elskulega kór. Og það var sko hrikalega skemmtilegt. Orvil var þarna með okkur og kenndi okkur einhvern svona afrískan dans. Og O.M.G. sviti dauðans. Það lak sko í stríðum straumum. Ekki þurr blettur á mér eftir þennan tveggja klukkuktíma tíma. Og svo förum við aftur næsta sunnudag og þá verður okkur kenndur MAGADANS. Yes. Eruð þið ekki að sjá mig fyrir ykkur. Húlla, húlla. Hlakka mikið til. Svo er mar bara búin að vera að vinna og svona. Kóræfing í gærkveldi og svo kom Sillan mín til mín eftir æfingu hjá Léttunum og við skönnuðum netið í leit að Digital voice rekorder. Og fundum tvö sem hennta okkur alveg sérdeilis vel. Það verður sko munur að halda á þessu á æfingum heldur en þessum segulbandstækjum. Þau eru sko ekki stærri en hálfur sígó pakki. Og talandi um það. Er ekki komin tími til að hætta þessu bulli. Pakkinn kominn í 525 krónur í minni sjoppu. Shitt mar. Við erum að tala um fyrir par um það bil 370 þús á ári. Vantar ekki mikið upp á hálfu milluna. *sviti**sviti* Well well tölum um eitthvað skemmtilegra. Lonni og Boldur loksins búin að fá greiðslumatið. Svo nú geta þau farið á fullt að finna íbúð. Alles is good hjá litlu family í efri byggðum. Eitthvað er hann nú samt búinn að vera slappur litla skinnið. Heldur engu niðri. Upp og niður sindrom í gangi þar. Fóru með hann á barnavaktina í kvöld og var sagt að kaupa einhverja saltupplausn í apóteki og gefa honum og ef hann ekki hefði haldið því niðri áttu þau að koma með hann upp á Borgó og fá í æð. En sem betur fer drakk hann smá og hélt því innanbúks. Og svo er hann loksins búinn að brosa fyrir ömmuna sína. Og það var svo sætt. Fékk sko alveg strumpabólur í hjartað. Well darlings komin tími á ból.

Knús í krús ....... broskall.
Es. I miss my broskalls.,,,,,,,,,,,,, ;~((

Engin ummæli: