sunnudagur, október 10, 2004

Enn og aftur var fengið sér aðeins í tánna.

Alli og Anna buðu okkur í heimsókn í kvöld og smá bjór smakk. Tókum bara erfðaprinsinn með okkur. Ætluðum ekki að vera svo lengi. En eins og alltaf vill aðeins teygjast á tímanum. Komum heim rúmlega fjögur. Og mín að fara í magadans á morgun. (í dag). Held ég ætti að fara að koma mér í rúmið. Eldaði þennann dýrindis svínabóg í kvöld og Liljan mín kom í kaffi í dag og rak augun í þennann bóg í ísskápnum og bauð sér með það sama í mat. Stuttu seinna hringdi Lonni í hana og fékk þær fréttir að hún (Lilja) skyldi hér snæða og vildi þá hin líka fá mat. Og svo varð. Þannig að hér borðuð báðar dætur mínar og Baldur Lonniar. Mín voða rausnarleg og bauð rauðvín með matnum. Ég er náttúrulega svo rík af rauðvíni eftir síðasta drátt. En fattaði það um leið og ég var búin að opna flöskutetrið að engin rauðvínsglös eru til hér á heimili voru. Hér brotnaði allt sem brotnað gat þegar skápur vor hrundi í gólfið fyrir síðustu jól, er hjónin stóðu hér í stórræðum og máluðu allt hátt og lágt. Svo við drukkum rauðvín úr litlum vatnsglösum. *roðn**roðn* Eins gott að fara að fjárfesta í eins og fjórum rauðvínsglösum......... Verst hvað mar velur alltaf dýr glös að safna. Nú er ég að safna Stráinu frá Tékk kristal. Þau eru sko bara sæt og fín. En nú býð ég góðrar nætur og fer að sofa í minn litla og sæta haus.

Knús í krús...............broskall.........

Engin ummæli: