og einhver órói í kórnum í kvöld. Ekki var það gott. Fann fyrir svona öryggisleysis hjá konum. Úff, maður bara svitnar við tilhugsunina. Fyrri partur æfingarinnar var engan vegin okkur samboðin. Við sungum miklu betur á síðustu æfingu og getum sko mikið betur en við sýndum í kvöld. Kannski fulla tunglið hafi einhver áhrif. En þetta lagaðist samt aðeins þegar leið á æfinguna. Annars hef ég lítið annað gert í dag, búin að horfa á spóluna frá Lonni og bíð nú spennt eftir þeirri næstu. Tvær kvöldvaktir framundan, jibbijey, stubbur á föstudag og svo helgarfrí. Nýju fínu neglurna alveg að standa sína plikt. Mæli með Ellu á Bætt útlit. Búin að vera með þessar í viku og ekki sér á þeim enn. Þannig að mín skoðun er sú að þessi vinkona Lilju er bara ekki nógu klár, eða þá hún er að gera eitthvað vitlaust. Þessar sem ég er með núna er svo flottar og ektalegar að það er ekki hægt að sjá að þær eru gervi. Held ég bara haldi mig við Ellu þar til mínar verða aftur eins og þær eiga að sér að vera. Svo bara verð ég að fara að panta tíma í lit og klippingu hjá Ríkey minni. Fólk er gjörsamlega í sjokki þegar það sér hárrótina á mér. Hún litaði mig svo dökkt síðast að nú er þetta allt of áberandi hvað mitt fagra hár er orðið grátt . Gengur náttla ekki að vera svona á tónleikum vorum. En nú fer ég að lúlla. Góða nótt.
Knús í krús................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli