fimmtudagur, október 28, 2004

Þá er önnur kvöldvaktin

liðin og ein eftir. Og í staðin fyrir að vinna stubbinn á föstudag frá 12 til 6 verð ég 8 til 2. Ekki leiðinlegt það. Lengir helgarfríið alveg um 4 klukkutíma. Alltaf að græða. Verður kanski soldið erfitt að vakna þar sem ég er til 1 aðfaranótt föstudags en só vott. Ýmislegt á sig leggjandi. Framkvæmd var talnig á stöðinni í kvöld, allt vaðandi í einhverju skrifstofu liði að telja birgðirnar. Náttlega á bullandi yfirvinnukaupi. Svo er grenjað og æmt ef það þarf að borga okkur lýðnum yfirvinnu. Var svo látin undirrita blaðsnepil fyrir móttöku á breyttu vaktarfyrirkomulagi okkar vaktstjóra sem tekur gildi þann 1 desember. Skemmtilegur jólaglaðningur eða hitt þó. Ekkert voða glöð með þessar breytingar. En skilaboðin voru skír. Ef þið viljið þetta ekki þá getið þið bara farið og fundið ykkur eitthvað annað að gera. Já, elskurnar mínar það er ekki gott að vera verkalýður þessa lands. Huh...... Splæsti einni dvd mynd á mig í kvöld. Top secret með Val Kilmer. Ekki ljótur drengur þar eða illa vaxinn. Frekar flottur. Algjör sykurpúði. hehehe.... Sem sagt nú er ég búin að horfa á hana og komin tími á ból enn eina ferðina. Hafiði heyrt þennann áður.
Knús í krús.............

Engin ummæli: