föstudagur, október 15, 2004

All of me,

why not take all of me.
Cant you see, I´m no good without you
Take my arms I´ll never use them,
take my libs I wanna loose them.

Your goodby,
left me whit eyes that cry´d
how can I go on live without you.
You took that part, that ones was my heart
So why not take all of me

Datt svona í hug að setja hér inn textann sem fyrirsögn þessa bloggteturs er tekin frá. Þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér og setur mig alltaf í samband við pabba og Hössa frænda, bróður pabba. Þeir voru sko bara flottastir þegar þeir sungu þetta og spiluðu undir á sinn hvorn gítarinn. En nú er hann farinn þessi elska, en það er ég viss um að hann er hjá okkur og fylgist með. Svo ég tali nú ekki um ættarmótin. Þar var hann alltaf manna kátastur og það er ég viss um að hann tekur undir með okkur þegar við syngjum þetta lag. Og aldrei hittumst við öðruvísi á þessum mótum án þess að syngja það svona einu sinni ef ekki tvisvar.

Ekki veit ég svo sem afhverju ég fór að skrifa þetta hér núna. En um leið og ég tengdi mig bara kom þetta. Skrítið. En Hössi var og verður alltaf uppáhalds frændinn minn, og því fær enginn breytt. Ljúfari og yndislegri persónu er vart hægt að hugsa sér. Og alltaf var hann mér og minni litlu fjölskyldu góður. Blessuð sé minning hans. Sakna hans enn þó bráðum séu árin orðin sex frá því að hann fór.

En nú er ég komin í helgarfrí og æfingabúðir á Selfossi um helgina og þá verður mikið sungið, bæði eftir nótum og svo bara eftir þörfum líka. Hlakka mikið til þess. Fór á kynningu til Haddýjar í kvöld. Þar var verið að kynna Skrappbooks. Veit sosem ekki hvort þetta er rétt skrifað eður ei. En omg. Dísös hvað þetta er flott. Og þar keypti ég mér efni í jólagjöf litla prinsinns hennar ömmu sinnar. Og Lonni bannað að segja Lilju frá. Heppin ég að hún getur ekki verið í tölvum þessi elska. Annars hefið ég ekki getað sagt ykkur frá þessu. Þetta eru svona albúm með allavegana bakgrunnum og svo klippir maður myndirnar til og setur allavegana dúllerrí. Ótrúlega krúttlegt. Hlakka til að byrja á þessu. En samt. Verð fyrst að klára kjólinn. Var að próna í saumó á þriðjudaginn og gerði vitleysu svo nú þarf ég að rekja upp rúmlega heila umferð og það er sko ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Kannski ég fari bara til Olgu og láti hana gera það. Hún er svo asskoti snögg að þessu. hehehe......
En nóg í bili. Komin tími á ból enn eina ferðina.

Knús í krús.............broskallllllllllllllll...!!!!!!!!!!!!!!!!1

Engin ummæli: