þriðjudagur, október 26, 2004

Jæja hér er ég mætt enn og aftur.

.
Adda náttla löngu farin og alger óþarfi að vera að benda fólki á það að það var hún sem óþverraði mig en ekki öfugt. Alltaf sama sagan með þessa vini manns. Síðan er ég búin að horfa á vikuskammt af Nágrönnum, og Survivor kvöldsins. Nú er klukkan orðin þrú að nóttu og ef ég væri með fulle fem þá væri ég náttla löngu farin að sofa, en eins og ykkur er kunnugt um er ég biluð. Búin að fara svo snemma að sofa alla helgina að ég hreinlega varð að vinna þessar vökur mínar aðeins upp., Fór í blóðprufu í morgun í sambandi við erfðarfræði rannsókn á offitu. Var þar látin stíga upp á svona vigt sem mælir fituprósentu líkamans og oh my lord. Það verður ekki haft eftir hér. Ég var í sjokki. Var svo rosa heppin með blóðsugu. Það sést ekki að mér hafi verið sogið blóð. Munur ef allar þessar blóðsugur væru svona flinkar. Maður hefur líka lent á nokkrum sem þjösnast bara áfram og vilja sitt blóð hvað sem tautar, og svo er handleggurinn á manni eins og tunglið á eftir. Oh boy oh boy.... Núh, svo náttlega spilaði frúin í Hamborg BINGÓ með Skjá einum í gærkvöldi, but sorry, no win for me. Er nú samt að spá í að senda þeim mail. Hann Villi (sá sem stjórnar) var svo upptjúnnaður að ég var að fara á límingunum að horfa og hlusta á hann. Bara aldrei orðið vitni að öðru eins. Og svo þegar kemur Bingó þá koma þessi líka rosa flassljós og fólk með flogaveiki getur ekki horft á þetta. Það getur framkallað kast hjá þeim. Þarf að benda þeim á þetta. En samt. Rosa gott framtak hjá Skjá einum, ég er auddað Bingó fíkill eins og þeir gerast verstir. Eins og með öll önnur spil. Gæti hreinlega spilað út í eitt. Það er náttla ekki í lagi með mig. Lilja og Baldur fóru í dag og keyptu sér aðra skjaldböku, eiga eina fyrir sem heitir Heiða og nú er mér hótað að þessi eigi að heita Gunna. Veit ekki hvort eitthvað liggi þarna að baki. Kannski verið að benda manni á að setja í annann gír. Koma sér upp úr fyrsta. Nei, nei, ég er bara að fíflast. En ekki get ég skilið hvað fólk hefur gaman að þessum blessuðu skepnum. hmm. But ekki mitt að fárast yfir því. Kóræfing annað kvöld og mín ekki farin að líta á þennann eina texta sem átti eftir að berja í minn þykka haus. Svo aukaæfing á laugardagin, þá á að taka fyrir eitthvað rosa verk eftir Hyden,(er það ekki skrifað svona) sem á að flytja á jólatónleikunum. Upp á 17 blaðsíður eða svo. Eða var það 26 blaðsíður. Man það ekki. Allavega talaði Magga um að þetta væri ekki eitthvað sem maður lærði utanaf, svo ekki þarf að stressa sig yfir þeim texta. Verst samt að þurfa að hafa möppu. Á alltaf svo erfitt með að halda á henni, en allt er þetta líf víst breytingum háð. En nú er ég hætt og vonandi að sumir hafi fengið sinn skammt af Mogganum. híhí..
Knús í krús................

Engin ummæli: