miðvikudagur, október 20, 2004

Jæja er ekki kominn tími til að blogga

Meiri letin í manni. Nenni engu orðið. Samt er fullt af skemmtilegu að gerast í kringum mig þessa dagana. Svo ekki leiðist mér. Fór í æfingabúðir síðustu helgi og verð nú bara að segja það að það var frekar skemmtilegt. Stífar æfingar á laugardeginum og dýrindis matur um kvöldið. Var með Huldu í herbergi og það var nú bara ekkert öðruvísi en það að við vorum hreinlega í svítu. Þvílíka stóra herbergið. Auka rúm í skáp svona til öryggis ef einhver hefði nú óvart sofnað á göngunum. hehe.. Sungum svo í messu á sunnudeginum, hmmmm, hefði nú alveg mátt sleppa því. En hvað um það. Mar lifði þetta sosem af. Fengum súpu og brauð að launum. Halelúlja, la o la. Kóræfing í kvöld og var hún asskoti góð. Komst að því að það er bara einn texti eftir sem þarf að berja í hausinn á mér og þá er ég klár. Klára það bara í þessari viku.. Er svo að fara í naglalögunartíma á morgun. þessar neglur sem vinkona Lilju setti á mig eru algjört drasl eða þá að hún er ekki nógu klár í þessu. Ég er sko engin skvísa lengur. Með þær ógeðslegustu neglur er ég hefi haft um ævina. Ojjjjjjj.........Fer á stofuna sem Lonni hefur farið á og aldrei lent í neinu veseni þar. Eins gott að það gangi betur. Annars er ég bara hætt þessu og verð með mínar stuttu og ljótu. Verst að þá verður svo áberandi hvað ég er með stutta putta. Svona mongolíta putta. Nó afens. En downs syndroms krakkar eru með ótrúlega stutta putta og mínir eru eiginlega alveg eins.... ullabjakk. Enda þegar við trúlofuðum okkur hér um árið var sko í tísku að vera með BREIÐA hringa og mín vildi sko breiða. Fengum okkur 9 mm. og ég gat varla beygt puttann. En hvað um það. Allt fyrir lúkkið..Og það besta við þetta allt er að bóndinn er líka með svona stutta putta. hehehe..... En nú er mál að linni . Góða nótt og fallegir draumar til ykkar.
Knús í krús......broskall...............

Engin ummæli: