föstudagur, október 08, 2004

Hversu marga þarf í þínu stjörnumerki til að skifta um eina ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra Meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


Þetta er sko gargandi snild. Get nú ekki annað sagt. Sé móður mína alveg gjörsamlega og föður minn líka. Þeirra merki eru sko bara um þau. hehehehehehe........Hef annars lítið að segja, var að vinna í kvöld og á stubb á morgun og svo komin í tveggja daga frí. Jibbíkóla.......broskall.
Annars datt ég inn á síðu í gær bonsaikitten.com og þvílíkur vibbi og mannvonska. Hvað er að verða með þennann heim sem við lifum í,. Rækta ketti í krukku. Shitt mar. Ég var gjörsamlega yfir mig hneyksluð. Harpa ekki kíkja. Nei ekki kíkja. Allavega haltu kisunum þínum frá tölvunni á meðan. Þetta er ógjó........ Annars ekki fleira í fréttum að sinni.
Knús í krús..............

Engin ummæli: