miðvikudagur, desember 10, 2003

Hér sit ég gjörsamlega með augun í kross, enda búin að vaka í 33 klukkustundir. Fyrir utan það að ég dottaði í 20 mínútur áður en ég fór á kóræfingu í kvöld. Það er nebbilega þetta með að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. Það er alveg sama hversu oft ég loka mínum ég dett alltaf í hann aftur og aftur. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað ég er að bulla, þá er ég að tala um kaffi eftir klukkan 21. Vorum með góða tónleika í gærkvöldi og svo kom Sillan með mér heim og að sjálfsögðu lagaði mín kaffi og bang. Um leið og ég lagðist uppí urðu augun á mér eins og undirskálar og mér var gjörsamlega fyrirmunað að loka þeim. Þannig að mín mætti í vinnu kl. 7.30 ósofin og náði svo litlum 20 mín. eftir vinnu.

En hvernig er það með bílinn þinn Silla mín. Hvað var að ? Spyr þig hér því að ég komst ekki inná kommentið þitt. Dont know why. Annars sit ég hér og bíð eftir þurrkaranum. Hér hefur ekki verið þvegið í heila viku og rúmlega það. Eða síðan við byrjuðum að mála. Er að þurrka úr vél númer 3. Sú fjórða er að þvo. Og ég er ekki komin niður í hálfa körfuna. En það er í góðu lagi, hef góðann tíma á morgun. Hjónin voru voða dugleg og þrifu baðherbergi og hjónó eftir að ég kom heim af æfingu. Keypti mér tvo litla rosa krúttlega snjókarla í fína gluggann minn í dag. Og það er spiladós í þeim. Þeir eru bara sætir. Og þá er ég búin að fá nýtt í gluggann þessi jólin. Verð nebbilega alltaf að fá eitthvað nýtt í hann á hverju ári. Var að hora á Survivor í endursýningu núna áðan. Verð bara að segja það að þessi Jon er algjörlega siðblindur. Þvílíkur lygari og hottintotti. Ég gjörsamlega sé rautt og það rýkur úr eyrunum á mér þegar hann er á skjánum. Eins gott að þessi syrpa er að verða búin. Hjúkk.
En nú er best að róa sig niður fyrir svefnin svo ég verði ekki andvaka aðra nótt. Koma sér í bælið svo að ég vakni með Erni í skólann á morgun. But, we´ll meet again, some suniday blablablablablablablabla.............................................
Knus og kyss

Engin ummæli: