Hæ allir mínir vinir og vandamenn. Þá er þetta yndislega frí búið og mín var á kvöldvakt í kvöld. Frekar lítið að gera, fólk hefur loksins skilið hvað það þýðir þegar fólk er beðið um að vera heima vegna ófærðar. Samt komu þó nokkrir. Allavega seldust upp allar dráttartaugar, bílkústar, skóflur og dekkjahreinsirinn kláraðist líka. Svona er þetta þegar fólk er ekki að átta sig á því að það er VETUR.
Eitthvað er hún Silla mín að þykjast vera þreytt á blogginu. En það gengur náttúrulega ekki. Sendum henni Andann, svo hún kominst í stuð aftur.
Annars verð ég nú bara að segja það, að þegar það kemur svona snjóbomba, einn, tveir og þrír, að þá fær maður svona dejavo fíling. Muniði hvernig þetta var hér í denn. Alltaf bilaður snjór og læti. Allir krakkarnir úti í snjókasti, byggjandi snjóhús og karla. Og ég man einn veturinn að þá höfðum við svona snjóköfunarkeppni. Snjórinn náði manni upp fyrir hné svo við fórum út í garð og kepptum um það hver gæti skriðið og kafað lengstu leiðina eða flesta hringina. Jísös hvað þetta var gaman. Nú sér maður þetta ekki lengu. Alveg hending ef maður sér krakkana hér í hverfinu út með sleða eða að byggja hús og fólk. Já, það er af sem áður var. Þessi mikla tölvuöld er allt lifandi að drepa. Bara vera inni og spila í PS og slíku. En allavega fékk ég þessa tilfinningu í dag. Veðrið svo gott og allur þessi snjór. Langaði í kuldagalla og fara að hoppa ofan af bílskúrum og búa til engla.
En nú fer að styttast í að þetta gamla ár okkar kveðji og nýtt tekur við. Hlakka bara til að sjá hvað árið ber til mín.
Jæja nú er best að fara að lúlla sér, vinna aftur annaðkvöld.
knus og kys.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli