Jæja þá er þessi erfiði biðtími á enda hjá ungu kynslóðinni. Klukkan orðin korter í jól. Hér er allt búið, versla allt sem til þarf í góðann jólamat, jólagjafirnar komnar í sparirötin og merktar þeim sem við á. Bara eftir að skipta á rúmum og moppa yfir gólfið. Stubburinn minn ætlaði aldrei að sofna. Spenningurinn alveg að fara með hann. Hafði það af að redda mér fríi í vinnunni á morgun. Svo hér verður bara kertaljósastemming. Ætla nú ekki að hafa þetta langt í kvöld.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla, og passiði upp á mallakútinn. Það er svo vont að verða alltof saddur. Þekki það af reynslu einna jóla. æjæjæjæ.
knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli