Þá er loksins búið að mála allt. Bara eftir að setja punktinn yfir iið í þrifum. Búin að setja upp jólagluggann minn fræga að undanskildum jólasnjónum. Átti mebbilega brúsa síðan í fyrra og komst að því að þeir endast ekki árið, snjórinn lak bara
niður gluggann í taumum. Svo ég verð að hoppa í búð á morgun og kaupa ferskann snjó í brúsa. Held að ég hugsi mig vel um áður en ég tek mig
til og mála herbergin. Þetta er nú meiri óreiðan sem fylgir þessu. Og í öllu þessu stússi mínu þá steingleymdi ég að það
væri aukaæfing í kvöld. Þannig að ég skrópaði ekki bara í gær heldur aftur í kvöld. Fékk vægt fall þegar Bryndís hringdi og spurði hvort ég væri veik eða eitthvað. Ekki skrítið því að ég mæti ALLTAF. Generalprufan á laugardaginn og eins gott að gleyma því ekki aftur. Ég var nebbilega búin að lofa mér í vinnu á laugardaginn frá 7.30 til 14.00. Gaurinn varð frekar fúll út í mig þegar ég hringdi og afboðaði. So sorry. What can a woman do. Fékk nokkra góða gesti í dag. Ásthildur kom og Adda kom og Lonni kom og Halli Palli kom og hjálpaði Didda að setja upp gardínubraut og kappa. Fannst ég víst ekki nógu stöðug í gær í stofusettinu og hringdi 911 í Halla Palla og bað hann að hjálpa sér með eldhússettið. Manni getur nú sárnað.
Gaf mér tíma í að taka einn óþverra við Öddu og bar sigur úr bítum. Búin að kíkja aðeins á spóluna sem Lonni kom með en á fullt eftir. Hlakka til að fá tíma til þess að liggja eins og skata fyrir framan imbann og gera ekki neitt. Svo kemur tryggingarmaðurinn á morgun að meta
tjónið sem við urðum fyrir. Það verður gaman að sjá hvort við getum keypt okkur ný glös. Því nú á ég enginn sparglös lengur og jólin að koma, og þá vill maður drekka jólakókið úr fínum glösum. Held ég láti þetta duga í bili. Best að skríða upp í til spúsanns og kúra. Þangað til næst.
Knús og kossar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli