laugardagur, desember 06, 2003

Eins og þið sjáið sem þetta lesið er klukkan orðin ansi margt og ég þarf að vakna snemma í fyrramálið, því það er general prufa klukkan hálf tíu. Ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að fara að sofa á kvöldin. Jafn leiðinlegt og mér finnst að fara á fætur snemma á morgnana. Við fórum í gær og keyptum okkur nýjan stofuskáp í staðin fyrir þann sem datt í sundur. Og nú er ég sveitt og þreytt að reyna að koma dótinu mínu fyrir. Hinn hafði miklu fleiri hillur en þessi nýji. En þessi nýji er samt mikið flottari. Ótrúlegt hvað mar getur safnað miklu dóti í kringum sig. Og svo finnst manni jafn vænt um þetta allt. Verts að mamma orkubolti er búin að vera lasin, annars væri þetta allt saman frá. Hún er eins og hvirfilbilur þegar hún fer í gang. Enda sagði hún það í síman í kvöld að henni fyndist alveg ferlegt að geta ekki komið og hjálpað til. Hún veit nebbilega ekkert skemmtilegra en að taka til og gera fínt. Örn minn Aron fór til Lonni að horfa á Idolið og hún kom svo með honum til baka og gaf mömmu gömlu einn bjór eða svo. Og nú er hún bara ný farin. Svo ég ákvað að krota hér nokkrar línur þar sem ég skrópaði í gær. Gaf Öddu gömlu hillurnar og Ámundi hennar ætlar að reyna að tjasla þeim saman með vinklum og einhverju dóti sem ég veit ekki hvað er. Vona að þær verði bara fínar hjá þeim. En ég komst að því þegar ég tæmdi þann gamla að ég á allt of mikið að myndum. Veit hreinlega ekki hvað ég á að gera við þær. Og svo er heil skúffa af myndum sem á eftir að setja í albúm. Verð að fara að drífa í þessu. Held ég kaupi bara gamaldags möppur og myndaplast í staðin fyrir þessi litlu albúm sem detta í sundur við þriðju skoðun. Er með nokkur svoleiðis og held ég skipti þeim bara út fyrir þessi gömlu. Annars var ég að spá í hvort mar ætti að hætta þessu bloggi. Nú er fólk (Guðný) farin að segja að nú sé bara nóg að lesa bloggið og þá þurfi ekkert að hringja eða hittast. Fái allar fréttirna hér. Snökt,snökt. Hélt nú samt að ég væri skemmtilegri en bloggið. huhu. Jæja dúllurnar mínar, nú er ég farin í ból svo ég vakni á generalið.
Knús og kossar.

Engin ummæli: