Jæja, eitthvað svaf ég nú betur síðustu nótt en þá fyrri. Sofnaði um hálf tvö en vaknaði svo um hálf fimm. Náði svo að sofna aftur um tíu og svaf til tvö. Afrekaði að þvo 2 vélar í dag og ganga frá þeim þvotti. Hjúkk hva mar er duglegur. Á bloggsíðum þeim er ég les tala konum um að baka og baka. Skil bara ekkert í þeim að fara ekki bara út í búð og fá þessar fínu smá kökur frá bakaranum. Annars er ekkert að marka mig. Ég er algjör sælkeri og finnst smákökur rosa góðar og borða mest af þeim á mínu heimili, svo það er best að baka ekkert. það sest þá ekki á mínar mjúku mjaðmir. Gurrý, my next door neighbour, kom hér í kvöld, ætlar að lána mér hægindastól í tiví rúmið, svo ég geti hennt þessum sófadruslum sem þar eru fyrir. Og svo vill hún endilega lána mér líka 2ja sæta sófann sinn líka svo hún geti rýmt til í sinni stofu. Dásamleg þessi elska. Mikið verður fínt hjá mér. Þetta endaði náttúrulega með meiri háttar spjalli og svo lét ég eftir henni og lagði Tarot spilin fyrir hana. Hún fór bara sátt frá mér. Enda ekki ég sem segi til um það sem á eftir að gerast heldur spilin. Ótrúlegt hvað þau eru nösk. Annars er ég öll að hressast af þessari ódæðis flensu. Verð heim á morgun og fer að vinna eftir helgi.
Borgar sig ekki að fara of snemma út, því þá slær manni bara niður aftur. Og ekki vil ég liggja í flensu um jólin. Ó nei.
Diddi fór og keypti jólagjafir fyrir stelpurnar í dag og þá er bara guttinn eftir.
Annars hef ég nokkuð stórar fréttir að færa og þær eru þær að ég er að verða AMMA Jáhá, Liljan mín er að verða MAMMA Ótrúlegt en satt. Verð að segja það að ég hlakka bara til. Fá eitt lítið kríli til að dedúa við.
En nú held ég að ég fari í bólið. Bauð Sillu í kaffi í dag, vona að hún hafi tíma til að koma. Lofaði henni voða góðu jólakaffi.
Þar til næst.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli