þriðjudagur, desember 16, 2003

Og ég sem hélt að ég væri sloppin við allar pestir. En hér sit ég, búin að snýta mér í heila eldhúsrúllu og augun gráta eins og þau séu á launum við það. Þvílík og slíkt. Og það á þessum tíma, má bara ekkert vera að því að vera veik. En maður verður bara að taka á honum stóra sínum.
Gleymdi nú alveg að segja frá kraftaverkinu sem átti sér stað hér í gær. Haldiði ekki að Stubbalingurinn minn hafi tekið til í herberginu sínu og það svo vel að það er næstum eins og ég hafi gert það. Enda var óhreinatauskarfan alveg á ælunni eftir þá tiltekt. Er nebbilega að reyna að venja hann af því að henda óhreinum fötum í gólfið. Þannig að í gær þegar við vorum að fara á jólaballið komst litli maðurinn að því að hann átti ekki hreina sokka. æjæj. Vona bara að hann gleymi ekki sokkaleysinu strax aftur.
Vorum í mat hjá Lilju mágkonu í kvöld. Viðar Þór hefði orðið 25 ára ef hann hefði lifað. Svo þau buðu systkynum sínum í mat.
Ósköp notaleg stund hjá þeim. Komst reyndar að því að hálf ættin er kvefuð og með beinverki. Þvílíkt ástand.
Svo var brunað upp í Æsufell til Lilju og Baldurs í afmæliskaffi. Þannig að nú er maður loksinns búin að hitta tengdaforeldrana. Bara ágætisfólk að mér sýndist.
Diddi fór með dagatölin í gormun í dag til Bigga svo nú er bara að pakka inn og setja í póst á morgun. Þetta er nú allt að
smella. Jæja en ég er nú eitthvað andlaus og held að besta ráðið væri að skríða upp í rúm og athuga hvort þetta kvef og
þessir beinverkir sofist ekki úr mér í nótt.
Leiter you all.
Knus og kyss.

Engin ummæli: