Þá er jóladiskurinn kominn á heimilið. Ótrúlegt hvað þetta hljómar öðruvísi svona heima í stofu, heldur en þegar maður stendur sjálfur uppi á sviði. Þessir tónleikar voru miklu hátíðlegri en ég gerði mér grein fyrir. Ekkert varð úr jólakortaskrifum í kvöld eins og áætlað var. Lonni stoppaði að sjálfsögðu í mat og svo kom Lilja líka og hún þurfti líka að borða, og svo var hún hér til klukkan að verða 11 og þá kom Baldur að ná í hana. En fjölskyldumyndirnar voru settar á vegg í kvöld. Loksins.
Þannig að nú er stofan orðin eins og hún á að sér. Annars er þetta máttleysi sem fylgir þessari pest mig alveg lifandi að drepa. Hef ekkert úthald og er þvílíkt þreytt að það hálfa væri hellingur. Síðasta nótt var hreint út sagt ömurleg. Svaf ekkert fyrir stíflu i nefi. Held ég hafi aldrei orðin svona stífluð á minni löngu ævi.
En góðir hlutir gerast hægt eins og kellingin sagði. Stíflan er að bresta, vona bara að hún eflist ekki aftur þegar ég er komin í bólið. Og svo er bara að bíða eftir að máttleysið láti undan síga líka. Ansi hrædd um að ég verði heima úr vinnu á morgun líka. Og með móral. Skil ekkert í mér, ég er sem betur fer ekki oft veik, telst nú frekar heilsuhraust, en ég fæ alltaf samviskubit ef ég er heima. Kannski maður ætti að hugsa eins og sumir, taka út sína tvo daga í mánuði, ha.
Nei held ekki. Bara sona smá hugleiðingar. Þekki nú samt fólk sem hugsar svona og það liggur við að það sé hægt að halda dagatal eftir því. Viss pass, veikt tvo dag í mánuði. Jísös hvað sumt fólk er bilað. Það er ekki að hugsa um hvað gerist ef það yrði nú alvarlega veikt og þyrtfi að vera frá vinnu í nokkrar vikur eða svo. En nóg um það.
Annars verð ég nú að segja eins og Silla skil ekkert í því að engin kommennti á það sem ég pikka hér inn. Og svo verð ég líka að segja það að Lonni Björg mætti vera duglegri að blogga. Hún hefur ekki skrifað í marga daga.
Annars er þetta að verða gott, komin tími á bólið. Vicks innhalator í nebbann og krossleggja fingur, og vona að stíflan haldi ekki fyrir mér vöku aðra nótt.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli