miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Ok, það er runnið af mér.

En allavega hef ég komist að því að áfengi á ekki að fara inn fyrir mínar varir á föstudagskvöldum. Það er alveg ljóst að ég þarf einn frídag áður en ég fer að þjóra. Fór á Ora kynningu þar sem verið var að kynna jólasíldina. Kolla fór líka. Þar var boðið upp á Sild að sjálfsögðu. Hvítt, rautt og bjór. Eftir tvö lítil hvít glös var mín orðin á´ðí. Sillan mín átti afmæli þennan dag og hafði boðið mér að koma í pottinn og hvítt. Tók bara Kollu með og við örkuðum af stað. Eitthvað var nú göngulag mitt skrikkjótt en upp í sjoppu komumst við á endanum. Og þangað sótti Silla okkur. Kolla fékk sér pullu. Svo svöng. Síldin ekki nóg í hennar malla. Svo var bara farið í pottinn, sátum þar örugglega í einn og hálfan tíma. Og mín hélt bara áfram að þamba hvítt. Feðgarnir komu svo og sóttu okkur. Sem sagt. Bannað að þjóra á föstudögum. Og það sérstaklega þegar helvítis ON takkinn er fastur inni. Ekki nokkur leið að stilla á OFF. Nei sem ég segi. Kannski það séu einhver alkagen í stelpunni sem sjórnar þessu. Maður bara spyr sig. Á laugardeginum brunuðum við austur á Hótel Heklu. Í boði Strætó. Vagnstjórar sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í 25 ár fengu solis sko. Og aftur byrjaði ballið. Rautt með matnum. Bjór á verelsinu. Einn Irish coffee með Guggu eftir matin. Meiri bjór á verelsinu og smá tópas með. En nú var laugardagur og kona hefði sko getað gengið eftir línu. Ekki málið. Enda búin að hvíla sig í einn dag. Ljómandi fín ferð. Svo á mánudagin var fundarseta dauðans. Var að sjálfsögðu að vinna eins og lög gera ráð fyrir. Rétt kom heim og mætt að fund hjá Mirandas klukkan hálf fimm. Hann stóð til að verða sjö. Aftur heim og nánast strax út. Aðalfundur Vox klukkan átta. Og halló. Honum lauk ekki fyrr en að verða hálf tólf. Úff svona fundir eru ekki fyrir mína. Allavega ekki svona langir. Man ekki rassgat hvað sagt var síðasta klukkutíman eða svo. Spk tónleikarnir aðra helgi. Kann svona flest það sem þar verður sungið. Held að það séu þrjú lög sem ég þarf að læra. En það kemur. Ekki málið. Nú er ég orðin sybbin og ætla að lúlla í hausinn á mér. Er svo að fara til Möggu tannsa á morgun. Nú á að taka tékk á tannmálum konunnar. Sjá hvað þarf að gera og hvað hægt er að gera. Hlakka svo ekkert smá til að láta laga frontinn.

Yfir og út krúsarknús..........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá er að standa við loforðin. Muna að commentera bloggið hennar Gunnu minnar. Það er gott að það sé runnið af þér elskan, en svona á bloggsíðan að vera á hverjum morgni þegar ég logga mig inn, fréttir og myndir, dugleg stelpa, carry on girl. Love you. Diddan