fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Enn að koma helgi

Þessar vikur fljúga frá manni á þvílíkum ógnarhraða að það hálfa væri sko korteri of mikið. Verð örugglega komin á Grund áður en ég veit af. En það er svo sem í lagi ef ég get hreyft mig fyrir spiki. Er búin að vera í nettu aðhaldi undanfarnar vikur. Vigtin mín var farin að síga uppávið og það er sko ekki í boði á þessu heimili. Ég ætla aldrei aftur að verða 110 kíló. Er búin að leggja allt of mikið á mig til að fara í sama farið aftur. Og jibbýjajey. Rúmlega 4 kíló farin. Bara 3 eftir og þá er ég komin í það sem ég var. Hitt er svo annað mál, ég vil tæta utan af mér svona 8 kíló. Þá verð ég asskoti fín. Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar.

Áramótin 04-05Og svo núna á síldarkynningunni góðu hér um daginn. Aðeins komið hvítt í konuna, en so vott. Eins og alþjóð veit er dýrt að versla í 10-11. En kommon. Lenti í því í morgun að það kom faðir með dóttur sinni eins og alla aðra morgna að kaupa kjallarabollu með osti, smurost og einn safa. Í morgun tek ég eftir því að það er enginn smurostur á borðinu. Spyr hvort þau ætli ekki að fá smurost og hann nei, þú átt ekki paprikuost. Ég hélt það nú. En sorrý hann var búin að kaupa hann annarsstaðar. Rukka hann svo um það sem hann átti að borga. Hann borgar og segir svo. Voðalega er þetta dýrt, hvað kostar þetta. Ég horfi á hann ísköldum augum og segi. 168 kr og 85. Verður manninum þá að orði, svakalega hefur þetta hækkað. Nema hvað. Hann labbar út og ég labba aftur í
mjólkurkælinn þar sem ég var að fylla á. Og fer að hugsa. Bíddu. Ekki notar hún smurost á ostaslaufuna. O.m.g. Það er ekki nema 60 kr. mismunur á ostaslaufu og kjallarabollu. Ég hleyp út og sé í rassgatið á bílnum burt af planinu. Shitt. Skyldi maðurinn koma aftur eða varð hann hræddur að eilífu á þessum verðhækkunum í 10-11. Oh, well, ég leiðrétti þetta í fyrramálið ef mannræfillinn þorir að koma aftur. Til stóð að við Örn Aron færum í bingó hjá 10-11 á laugardaginn, en svo hringir hundakonan í mig í dag og það er sko jólaföndur hjá henni á laugardagskvöldið. Mikið gaman og mikið stuð. Leyfið drengum að ráða. Hann valdi föndrið. Það eru náttla sætar stelpur þarna og svona. Og svo verður maður að gjalda líku líkt. Hundakonan kemur á opna húsið mitt. Svo að sjálfsögðu mæti ég í födrið hennar. Sonurinn fór út með hundinn áðan og bara varð að fara í kápunni minni sem ég kaupti í Halifax. Það er ískalt sagð´ann. Mátti til með að smella af honum mynd. Versogú...


Og ein af honum og prinsessunni in de house..


Nú er jólaglugginn komin á sinn stað í húsinu. Og allir voða ánægðir með hann. Spúsinn hafði orð á því að þetta væri flottasti glugginn sem ég hefði gjört. Haleluja.....Sýnishorn hér....
Og ein í svart hvítu..
Nenni ekki meir.

Yfir og út krúsarknús...................

Engin ummæli: