miðvikudagur, nóvember 21, 2007

KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur

Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.

Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur

Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.

Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.

Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði)

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar

HENGIST Á ÍSSKÁPINN

Engin ummæli: