fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Vonbrigði

Já, ég fór í hálfgert þunglyndi í dag. Er komin með helv.... beineyðingu í efri gómin. Aaaarrrrgggghhh... Ég er brjáluð. En nú á ég sem sagt að fara til tannholds sérfræðings. Og hún hélt að það ætti að vera hægt að laga þetta og halda svo niðri með reglubundnu eftirliti. Fara í tannsteinshreinsun 2svar á ári og svona. Ætla sko bara rétt að vona það.... Hefði sko alveg getað grenjað. Ættgengur andskoti. Alveg klárt mál. Allt of margir í þessari familyju með þetta til að það geti verið tilviljun. Hefði svo aftur getað grenjað þegar ég kom heim í dag. Hundurinn búin að éta í sundur bandið á flottu skónum sem Sillan mín gaf mér og ég elska út af lífinu. Nú er bara að vona að Nína skóari geti lagað þá fyrir mig. Pabbi gamli bara orðin sjötugur. Á afmæli í dag. Og mamma bauð kalli á Jómfrúna.


Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæl´hann pabbi.
Hann á afmlæli í dag.

Til hamingju með það elsku pabbi.....

Hann ber nú aldurinn skratti vel kallinn. Lítur úr fyrir að vera ekki deginum eldri en sextugur. Verð nú að segja það. Vonandi að ég verði svona hress þegar ég kemst á þeirra aldur. Það má sko þakka fyrir það. Annars er ég að hugsa um að fara í náttfötin góðu. Henda mér í lata strák og láta hann gæli við mig. Horfa svo á House og fara að lúlla í hljóðlausa svefnherberginu mínu. hehehe......

Yfir og út krúsarknús.........

Engin ummæli: