mánudagur, nóvember 26, 2007

Smá trúnaðarbrestur í gangi

Sko. Ég var eiginlega búin að lofa að deila þessu ekki með neinum. En nú get ég ekki meir. Bara verð að sýna ykkur hvað við Silla, Kolla og ég vorum að dunda við á afmæliskvöldið hennar Sillu. Tékkið á þessu.
Annars búin að vera góð helgi og góður dagur í dag. Tónleikarnir í gær voru bara fínir. Mikið gaman. En óttalega var maður eitthvað lúin þegar mar kom heim. Enda langur dagur. Gerðis svo svona mest af því sem ég ætlaði í dag. Fór með skóna í viðgerð. Fór og keypti gardínur í stofuna. Og ömmustöngina. Fæ hana á morgun. Breyttum svo í stofunni móðir mín og ég. Og jibbý. Nú er sko pláss fyrir jólatréð. Hef þetta ekki lengra að sinni. Minni enn og aftur á opna húsið....

Yfir og út krúsarknús.......

Engin ummæli: