sunnudagur, nóvember 18, 2007

Halelujah.....

Það tókst svona líka með ágætum að plata pabba gamla. Við mamma og Bói bró erum semsagt búina að vera að plotta surprise afmælisveislu fyrir gamla í tilefni 70 áranna. Mamma er búin að fara á endalaust margar kynningar hjá Mirandas með mér. Sko allt í plati. Þurfti bara afsökun yfir öllu þessu kvöldútstáelsi, sem hún by the way er ekki þekkt fyrir. Veislan var haldin í Félagsheimili Seltjarnaness og þangað var öllum vinum og ættingjum boðið. Í boðskortinu var tekið fram að þetta væri leyndó og gamli mætti ekkert vita. Enda hefur hann haft miklar áhyggjur af þessu áhugaleysi allra fyrir þessum merkisdegi. Eina sem hann "vissi" var að við ætluðum saman út að borða í kvöld á einhverjum nýjum veitingastað sem væri sko bara að opna í kvöld. Diddi fór og sótti hjónin, batt fyrir augun á kalli og kom með þau í geimið. Gestir vinsamlegast beðnir um að þegja á meðan afmælisbarnið gekk í salinn blindfolded. Held bara að ég hafi aldrei séð gamla svona kjaftstopp þegar hann losnaði við augnumbúðirnar. Algjörlega dásamlegt. Yndislegt kvöld í alla staði. Lilja Bryndís og Gyrðir voru með smá tölu.
Er hann ekki smart í skotabuxunum. Ég átti nú svona pils þegar ég var lítil stúlka....

Nokkrir vinir pabba einnig. Hundur í óskilum kom og komst held ég bara til skila. Þessir menn eru algjörir snillingar. Held barasta að við ættum að senda þá í Úrvisjón.... Árni Ísleifs kom með bandið og slógu þeir í gegn.
Lilja mágkona, ég og sonurinn.... Myndarlegt fólk ekki satt..

Að sjálfsögðu tóku þau smá swing við undirleik Árna Ísleifs og co......
Pabbi söng All of me. En ekki hvað. Jebb. Frábær dagur og kvöld í alla staði. Og nú er ég farin að lúlla. Ætla sko að lúlla til hádegis og ekki minna en það.....

Yfir og út krúsarknús.............

Es. Dúndra svo inn myndum á flickrið við tækifæri.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með pabba þinn. Það er svo gaman þegar að svona plott ganga upp :-)