þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ekki svo mikið að frétta

akkúrat þessa stundina. Var á kóræfingu í kvöld. Gospel og Vox saman. Vorum að byrja á jólalögunum. Hrikalega gaman. Elska það hreinlega þegar við byrjum á þeim. Eitthvað svo aahhhh gott. Sannfærðist enn betur um það að mér finnst betra að æfingar byrji klukkan sex enn ekki sjö, eins og hjá Voxurum. Maður er orðin eitthvað soldið lúin þegar maður skríður heim rúmlega tíu, oft að verða hálf ellefu. Þá er betra að koma heim um níu. Jebb. Maður á bara að segja eins og manni finnst og ekkert múður með það. Fáum aftur að syngja Sjá himins opnast hlið. Mín var ægilega kát með það. Bara dýrka þetta lag í þeirri útsetningu sem við flytjum það í. Svo fáum við líka að syngja Laudate pueri, domíne.. Ligga ligga lái. Kom mér alveg í opna skjöldu hvað ég man af þessu lagi. Frekar flókið. En alveg hreint ótrúlega fallegt og dásamlegt að syngja það. Var svo að taka aðeins til í linkunum hér til hliðar. Henti einhverjum út og bætti öðrum inn. Nenni ekkert að vera með linka á fólk sem er hætt að tjá skoðanir sína hér. Og svo eru aðrir sem ég er farin að lesa á hverjum degi. Skellti þeim inn. Breytti slóðinnin hjá Ólöfu sætu, Kláraðu mig alveg. Sá svo núna í templateinu að það er hægt að vera með slide show á síðunni með myndum frá sjálfum sér. Þarf að kanna það eitthvað nánar. Koma tímar koma ráð. Var nebbilega að reyna að setja mynd á hausinn og það var sko ekki að ganga. Þarf svo defenatly að fara að gefa mér tíma til að setja upp jólagluggan minn fræga. Hann verður kannski í stærri kantinum þessi jólin. Nú er það bara stofuglugginn sem verður fyrir barðinu á mér. Eldhúsglugginn svooooo lítill. Get kannski sett smá í hann. Bara svona upp á stemminguna.
En nú er nóg komið af engu. Eins og ég sagði í upphafi. Ekkert að frétta.

Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: