sunnudagur, janúar 07, 2007

Well

þá ætti þetta að vera komið. Held ég sé búin að laga alla þessa linka. Henda út linkum þar sem fólk hefur ekki skrifað í 107 mánuði. Ef ég hef klikkað og gleymt einhverjum endilega kommenta á mig. Og mín lagar það strax.. Fór í alt partýið í gærkvöldi og það var hrikalega skemmtilegt. Fengum ótrúlega góðan mat. Sátum og tróðum í okkur frá klukkan 18,30 og vorum ekki búnar að borða fyrr en um miðnættið. Fengum freyðivín og rússneskar pönnukökur í for forrétt, svo var sest að borðum og þá fengum við svartfugl og rauðvín í forrétt. Siðan kom grillaður humar og hvítvín. Svo að lokum var komið með þessa líka hrikalega góðu frauð tertu og hjemmelvet lime ís, kaffi og grand, koníak og baylis. Þvílíka flotta veislan. Svo fengum við allar rúnir og drógum við þær úr poka. Ég dró Dagur. Og þessi lesning fylgdi með henni.

Dagur táknar nýja tíma. Öryggi, ný markmið, ný tækifæri og velgengni eftir erfiðleikatímabil.

Sá sem dregur dögunarrúnina hefur hugrekki til að takast á við nýjar aðstæður. Rúnin ráðleggur þér að vera bjartsýnn, ganga óhikað móti hinu óþekkta og sýna það frumkvæði og skipulag sem þarf til að nýta þau góðu tækifæri sem bíða þín.

Ristu Dag eða berðu rúnina á þér þegar þú þarfnast hvatningar til að láta drauma þína rætast eða þegar þér finnst að þú munir aldrei hafa tíma til að gera það sem þú þráir. Staðfestu ásetning þinn um að nota dagsljósið til að feðast lengra og læra meira.

Dagur samsvarar D í nútímastafrófinu.


Já ekki slæmt það. Yndislegt kvöld í alla staði. Svo nú er mín frekar sibbin kom ekki heim fyrr en um 5 i morgun. Við þurftun náttla að syngja soldið eftir allt þetta át. Mikið hlegið og mikið talað og mikið sungið. Hvað er hægt að biðja um meira. Svo byrja æfingar á miðvikudaginn. Hlakka til þess að geta verið í kórnum 100%. En ekki meir að sinni, komið mál að linni.

Yfir og út krúsarknús........


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár frú mín og takk fyrir allt liðið. Velkomin á gamlar slóðir í bloggheiminum og til hamingju með nýja útlitið á blogginu, það er stórglæsó!! :D Ég fer svo að koma við hjá þér og ná í dópið ;)