fimmtudagur, janúar 04, 2007

Jebb

held ég verði bara hér. Og nú er ég hætt þessu bulli. blogspot er langþægilegast. Alveg búin að komast að því. Annars hefur ekki svo mikið á daga mína drifið. Vinna, vinna og vinna. Er svo að fara að selja Mirandas snyrtivörurnar góðu. Hef sko yngst um 10 ár síðan ég fór að nota þær. Algjörlega dásamlegar. Alltaf nóg að gera svosem. Alltara partý hjá Voxinum á laugardaginn. Fundur hjá Mirandas á mánudaginn, kynning hjá mér á þriðjudaginn, saumaklúbbur á föstudaginn í næstu viku og þá verður sko mikið gaman. Sigríður Klingeberg spákonan góða mætir á staðin og ætlar að reyna að lesa í okkur stöllur. Gaman að því. Er svo alveg að missa mig. Langar sko ekkert smá að skunda á útsölur bæjarins og skipta út í fataskápnum. Buxur, boli, vesti og skór....
Núh. Svo náttla rúlar núið. Mín alltaf að vinna þar.. Búin að fá 25% afslátt á brúnkumedíferð, 2 fyrir 1 út að éta á nokkrum stöðum og svo punkturinn yfir i-ið fría viku í æfingum í Jiu Jitsu. Sjálfsvarnaríþrótt ef ég skildi þetta rétt. Svo heppin að það hálfa væri sko hellingur. Og nú bíð ég bara eftir því að vinna utanlandsferð þarna líka. Hlýtur að koma að því. Er þaggi.... Og jibbý, nú get ég sko sett inn myndir eins og mig lystir.... Og hér kemur ein eða tvær.

Mikael Orri í jakkafötum af Erni Aroni og Þórunn Emilía í jólakjól mömmunnar sinnar. Svo sæt. Og svo kanski ein til... Guðný mín og moi á gamlárskvöld/nýársnótt. Mikið gaman hjá okkur... En nú er ég hætt.
Farin að lúlla í hausinn á mér.
Yfir og út krúsarknús.....

1 ummæli:

She sagði...

Asskoti tekuru þig vel út í mínum "gamla" kjól...og svo gleðilegt árið auðvitað. Mæti til þín á Mirandas eftir kóræfingu á þriðjudaginn. She.