laugardagur, janúar 13, 2007

Sigga Kling

Jamm saumó í kvöld og Sigríður Klingenberg mætti í pleysið. Ótrúlega skemmtileg kona en verð nú að segja það að mér þykir hún frekar dýr. Hún sagði í símann að þetta tæki svona tvo tíma, kanski lengur færi eftir því hvursu skemmtilegar við væru. Við hljótum að vera rosa leiðinlegar. Hún var í klukkutíma og sagði okkur það að hún væri að flýta sér, væri að fara á annan stað. 25 þúsund kall flaug þar út um gluggan. Nei segi bara sona. Hún var rosa skemmtó og við höfðum mikið gaman að. Hefðum bara vilja að hún væri lengur.
Sjáum ekkert eftir fénu en komon. Gott tímakaup það. Fengum hrikalega góða kjúllasúpu hjá Önnu og osta og gúmmulaði á eftir. Verst að þurfa að fara út og fríska upp á sig. Algjörlega orðið óþolandi þetta með frískið.

En nú held ég að ég sé biluð. Kóræfing í fyrramálið klukkan 10 og ég enn vakandi. Held ég ætti að drusla mér í ból bjarnar. Diddinn að skemmta sér með vinnufélögunum og Örn Aron gistir hjá Lonni og Baldri. Svo nú býð ég góðrar nætur og óska ykkur beautiful drauma.+

Yfir og út krúsarknús..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ skvís...mér finst þetta blogg ótrúlega skæsí ;) fíla þetta betur en hitt...gleðilegt ár bara og hafðu það gott esskan...sjáusmt svo hressar bráðum ..
kv 1.sópró