mánudagur, janúar 08, 2007

Jólin farin


Jebb, nú eru jólin formelga farin úr mínu húsi. Allt tekið niður í kvöld og pakkað í kassa og kvatt með kossi og tár á kinn. Alltaf finnst mér jafnleiðinlegt að taka dótið niður. Eitthvað svo tómlegt og dimmt. Fór í kvöld á fund hjá Mirandas og svo kynning annað kvöld hjá mér. Fínt að byrja á þessu. Get þá farið að vinna fyrir neyslunni. Orðin fíkill á þessar vörur. Svo það er eins gott að standa sig. Fékk svo hringingu frá Capacent í dag og var boðuð í viðtal. Bókaradjobb í sex manna teymi. Spennandi. Gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Fæ að vita með 10-11 jobbið á morgun eða hinn. Líka spennandi. Allt svo voða spennandi þessa daganna. Kórinn á miðvikudag og Sigga Kling á föstudag.Litlu snúllurnar hér að horfa á söngvaborg eða eitthvað álíka. Mikael Orri var nú ekkert allt of kátur að hafa stúlkuna hjá sér. Henni fannst frekar skemmtilegt að pota í hann og setjast ofan á hann. En þau eru samt voða krúttleg. Hef annars ekki mikið að segja. Best að hætta áður en ég drita inn öllum myndunum úr tölvunni. Og svo endilega kvitta fyrir komuna á fína nýja bloggið mitt.

Yfir og út krúsarknús......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kvitta alltaf fyrir mig...eða næstum alltaf...;) Mikið eru barnabörnin orðin stór og stæðileg...tíminn líður ekkert smá hratt :P