miðvikudagur, janúar 24, 2007

Okei.



Þú ert hrá dramadrottning.





Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium"
og "well done"
værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.



Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar.



Hversu mikil dramadrottning ert þú?

Gaman að þessu. Er þaggi. Held að nú sé að koma sá tími að ég tapi mér í svona blogghvernigtýpaertuspurningaprófum. Oh my god tetta var svoooo langt orð.

Yfir og út krúsarknús............

Engin ummæli: