þriðjudagur, janúar 16, 2007

Ekkert að frétta enn

Arrrggggg. Hvursu lengi er hægt að láta mann bíða og bíða og bíða og bíða og bíða. Ég er orðin svo biðin að það hálfa væri sko korter. Fór eftir vinnu í dag að skoða salinn sem mamma var búin að fá fyrir ferminguna. Og oh my god. Er ekki alltílagi með fólk. Við erum að tala um Quiz noz á Suðurlandsbrautinni. Þar innaf er salur sem tekur 46 manns í sæti og svo þröngur og borulegur að það væri kanski í lagi að halda upp á 10 ára afmæli með einu skólabekk eða svo. Hvernig dettur konunni í hug að segja við mömmu að þetta sé fínt fyrir rúmlega 60 manna veislu. Svo nú er mar aftur á byrjunarreit. Ætli maður hafi þetta ekki bara heima. Og bjóði helmingnum klukkan 5 og seinni helming klukkan 7. Maður verður náttla að redda sér. Allt í skralli. Hugsi,hugsi,hugsi..... Svo er enn í boði að hafa þetta í Fíló á laugardeginum. Hélt að gamla fengi áfall þegar ég viðraði það við hana. Hún bara. Nei mér finnst það ekki hægt. Ekki búið að ferma hann þá og blablablablalbalbla.... En hvað um fólk sem heldur upp á stórafmæli helgina á undan afmælinu, krakkana sem fara í fermingarmyndatökuna mánuði fyrir fermingu. Hugsi,hugsi,hugsi... Ég hugsa svo mikið núna að það brakar í hausnum á mér. Ég á bara ekki til orð yfir þessa konu. Kom on er mannsveskjan ekki í veitingabransanum. Veit hún ekki hvað þarf til. Og eldhúsaðstaðan. Áttum við að elda á grillinu. Mér er bara spurt. Hurfngfmdklfjriðseo....... Anyways. See you when I see you.

Yfir og út krúsarknús.................

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég trúi að frúin sé pisst yfir þessu. Svo er nú ekkert hægt að fá sal með sngum fyrirvara...eða nánast engum fyrirvara...það er alla vega heilmikið bras :( Þú hefur alla mína samúð í þessu brasi og veseni mín kæra. Ég vona að þetta reddist hjá þér...sem ég er viss um að það gerir :D

Nafnlaus sagði...

Hæ veits að ég er alltaf til í fund klárlega :) skil þig með salinn ömurlegt liggur við að þurfi að bóka með ársfyrirvara.

Nafnlaus sagði...

Hæ veits að ég er alltaf til í fund klárlega :) skil þig með salinn ömurlegt liggur við að þurfi að bóka með ársfyrirvara.