fimmtudagur, janúar 18, 2007

Fúli pyttur.

Ekki verðuð ráðið á skrifstofurnar upp eins og stendur. Hún vill samt hafa mig bak við eyrað ef eitthvað breytist. So. Ekki þýðir að grenja yfir því. Er búin að sækja um tvær stöður. Aðra auglýsta hjá Capacent og svo eina sem ég fann á fyrirtækisvefsíðu. Læt það ekkert upp hér að svo stöddu, hvaða stöður þetta eru. Kemur bara í ljós. Ekkert varð að kynningunni hjá Sillunni minni í kvöld. Eitthvað gekk henni illa á fá konur til að mæta. Allir eitthvað svo bissí og svona. Og ég sem hélt að Silla gæti allt sem hún tæki sér fyrir hendur. huhu.... En anyways, kynning hjá Stínu annað kvöld. Vonandi að kellurnar verði kaupglaðar. Því þá á ég von á góðum vinningi. Svona erum við sætar á Mirandas. Svo ferskar að það hálfa væri korter. Þessi var tekin á kynningu hjá Hörpu Gospelsystur. Soon to become Vox systir. Vonandi.
Liggaliggalái. Fór svo með drenginn í klippingu í dag og allt annað að sjá barnið. Sést í sæta fésið aftur. Engin niðurstaða komin í fermingahúsasalavandamálinu. En það kemur. Nenni ekki að stressa mig yfir þessu. Þetta reddast. Þarf samt að fara að setja mig í gírinn og búa til boðskort. Ætti að geta það eftir skólagöngu vora. Hef annars ekki mikið að segja er að hugsa um að skríða í bælið og fara svona einu sinni snemma að sofa. Reyna það allavega.

Yfir og út krúsarknús......

1 ummæli:

She sagði...

Það er nú algjör óþarfi að flagga þessari mynd á netinu. Ekki beint góð auglýsing fyrir Mirandas, ha...
allavega ekki sú á hægri hönd....She