miðvikudagur, janúar 10, 2007

Bara skemmtilegt

Settar hafa verið inn VIÐBÆTUR FYRIR NÚTÍMAKONUR:Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá

tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

LÁTTANN SVO GANGA FRÁ ÖLLU Í ELDHÚSINU...OG VASKA UPP ÞAÐ SEM EKKI KEMST Í UPPÞVOTTAVÉLINA!!!!2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur.Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

SEGÐU HONUM SVO AÐ FARA Í STURTU OG ÞVO AF SÉR ÞENNAN ÞREYTUSVIP ÞVÍ ÞÚ HEFUR EKKI ORKU Í NEIN LEIÐINDI!!!

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

ÞEGAR HANN HEFUR SLAPPAÐ AF Í UM 5 MÍNÚTUR SENDANN ÞÁ Í SORPU MEÐ DRASLIÐ!!!

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

LÁTTANN SVO HJÁLPA KRÖKKUNUM MEÐ STÆRÐFRÆÐINA ÞVÍ ÞÚ ERT BÚIN AÐ FÁ NÓG AF RIFRILDINU Í ÞEIM OG ÞARFT SMÁ FRIÐ TIL AÐ ELDA!!!!5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

JÁ OK...RAFMAGNIÐ FÓR AF, KRAKKARNIR ERU Í AFMÆLI OG ÞÚ ERT HÁLFNUÐ MEÐ HVÍTVÍNSFLÖSKUNA!!!!6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

EN EF HANN NÆR EKKI AÐ KOMA HEIM Í MAT LÁTTANN ÞÁ FÁ SÉR SNARL ÞVÍ ÞÚ SKELLTIR ÞÉR Á MACDÓNALDS MEÐ KRÖKKUNUM!!!7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG SEGÐONUM AÐ VISAREIKNINGURINN SÉ KOMINN, ÞIG LANGI Í NÝJA ELDHÚSINNRÉTTINGU OG AÐ ÞÚ SÉRT AÐ FARA Í HELGARFERÐ TIL LONDON MEÐ SAUMÓ... ÞAÐ ER MIKLU AUÐVELDARA FYRIR HANN AÐ TAKA ÖLLU ÞESSU ÞEGAR HAN ER Í RÓ OG NÆÐI.....!!!8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.FARÐU HINS VEGAR OFT OG REGLULEGA ÚT MEÐ STELPUNUM SVO ÞÚ KOÐNIR EKKI NIÐUR AF LEIÐINDUM MEÐ ÞESSU VIÐKVÆMA BLÓMI!!!!10. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

OG ÞETTA ER EKKERT MÁL SVO FRAMARLEGA SEM HEIMILISHJÁLPIN MÆTIR DAGLEGA!!!!


Mátti til með að skella þessu inn hér. Algjör snilld. Anyways. Var að koma af kóræfingu. Dásamlega gaman. Vorum að byrja á verki eftir Báru Gríms. Frekar erftitt en verður örugglega hrikalega flott þegar þetta er komið í kollana á okkur. Var svo með Mirandas kynningu hér í gærköldi, startkynninguna mína. Svo nú er komið að mér að láta ljós mitt skína. Fékk bókaðar 5 kynningar svo það verður vitlaust að gera hjá frúnni á næstunni. En núna ætla ég að fara og hlusta á upptökurnar af æfingunni og heyra hvernig þetta kemur út í nýja upptökustúdíóinu mínu. aka Ipod. Laters gaters.
Yfir og út krúsarknús...........

Engin ummæli: