sunnudagur, janúar 28, 2007

Skápatiltekt dauðans

Jebb. Hér var tekið til í skápum í dag. Það er að segja fataskápnum í hjónó og skápnum á ganginu. Fékk mömmu í lið með mér. Hún er svo dugleg að henda. Ekki ég. Hendi helst engu. Gæti þurft að nota þetta síðar og sona. Sem betur fer hafði ég vit á því að hafa hana með. Hér standa nú sex stórir plastpokar sem munu eignast heimili í Sorpu á morgun. Og eftir þessa tiltekt fannst móður minni ástæða til að telja sokkaeign hjónanna. Hann á 38 pör og hún 60 pör. Halló, er ekki allt í lagi með mann. Ég held barasta að ég þurfi ekki að versla mér sokka fyrr en 2010. Svo allavega þá er pláss í skápunum núna til að versla sér meira af fötum. Jibbý jey..... En nenni ekki meir. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Yfir og út krúsarknús...........

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha alltaf gaman að taka svona til og finna eikkvað sem maður var búin að gleyma að maður átti ...og líka að telja eikkvað sovna...ég taldi einusinni skópörin mín sem voru nokkuð mörg þori varla að sega...
ég átti 89 pör af skóm og það er meira en ár síðan ég taldi svo þeir gtu mögulega verið fleyri í dag....
ég þarf hjálp!!

til lukku með tiltektina :)
Ólöf gospel

Nafnlaus sagði...

Ohhh, manni líður alltaf svo vel þegar maður er búin að taka til í fataskápunum.
Kv.
Harpa

Nafnlaus sagði...

Hahahaha! 60 pör af sokkum....þú notar þá hvert par ca. 6 sinnum á ári að meðaltali ;) Frekar fyndið!!! Kemur samt ekki á óvart í ljósi þess að þú eyddir ansi drjúgum tíma fyrir framan sock shop standinn á Select í gamladaga ;) Það er voða gott að taka til í skápum annað slagið og gefa til Rauða krossins. Gerði það fyrir stuttu sjálf og fannst ég rosa góð manneskja eftir á ;)

She sagði...

Get ég fengið eitthvað af þessum sokkapöruum þínum. Ég er alltaf í vandræðum með sokka, þ.e. ég þoli þá ekki. She.