Ég bara bíð og bíð. Hitti stúlkukindina í morgun sem á að sjá um þetta og hún sagði að þetta ætti að skýrast í dag eða á morgun. Svo nú er bara að krossa fingur fyrir frúna. Búin að sitja hér í kvöld og hlusta á kóræfinguna síðustu. Æfa mig og sona. Ekki veitir af. Dásamlegt að hafa sönginn aftur á fullu í mínum haus. Finn það sko núna hvað ég saknaði þess í haust. Þó svo að það hafi verið rosa gaman í skólanum. En það er alveg ljóst að sönglaus get ég ekki verið. Framundan raddæfingar á laugardögum og söngtímar hjá Diddú. Ekki slæmt það. Hlakka gegt til eins og unglingaskrímslin myndu segja. Eitthvað virðist vera að lifna yfir fasteignamarkaðinum í borginni. Komu hér hjón að skoða í kvöld, og það eru sko þriðja parið á mánuði. Ííííhaaaaaa. En svo er bara að bíða og vona. Verð að komast vestur fyrir læk. Alveg möst. Og á jarðhæð. Ekki spurning. Er að fara og skoða salinn á morgun þar sem fyrirhugað er að halda fermingarveislu erfðaprinsinns. Adda ætlar með að kíkja á eldhúskostinn. Þessi elska bauð Erni að elda fyrir hann. Og ekki þótti honum það leiðinlegt. Held að hann hafi matarást á þessari konu. Enda algjör snilli fyrir framan eldavélina.
María fyrrverandi Selectari og núverandi strætókeyrari í barneignafríi kom hér við um daginn að sýna mér erfingjann. Ótrúlega krúttleg og sæt stelpa. Snædís á hún að heita og eitthvað annað sem ekki er víst búið að ákveða. Fallegt nafn. Semsagt fyrst vann hún með mér og svo með spúsanum. Og svo er ég búin að vera með mömmu hennar í Gospelnum í 7 ár. Lítill heimur og minnkandi fer. Það held ég bara. Nenni ekki meir.
Yfir og út krúsarknús................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Er þetta snúllan hennar Maríu?? En hvað hún er sæt :) Bið að heilsa henni næst þegar þú sérð hana eða heyrir og þú mátt skila hamingjuóskum til hennar með gripinn ;)
Skrifa ummæli