Þá er hún víst formlega hafin þessi eilílfa bið eftir fæðingu barns. Ásetti dagurinn var í gær svo nú erum við formlega farin að bíða. Og það með óþreyju skal ég segja ykkur. Nú er hún dóttir mín orðin svo þreytt og lúin að það hálfa væri nóg. Sama hvernig hún liggur, þá fær hún brjóstsviða og svo getur hún bara legið á hliðinni og þá er henni svo illt í mjöðmunum þegar hún vaknar að hún kemst varla framúr bælinu. Elsku kellingin. Svona er þetta, og flestar gerum við þetta nú samt oftar en einu sinni. Já elskurnar mínar, það er nú svona að vera kona........
Annars er hér allt í hers höndum. Hún er sjaldan stök þessi bára sem allir tala um. Hér bilaði þurrkarinn minn. Slitnaði í honum reimin sem snýr tromlunni. Bóndinn fór og keypti nýja reim og taldi það nú lítið mál að setja hana í. En annað kom á daginn. Þá kom Halli Palli stóri bró og ætlaði að hjálpa til. En nei, þeir voru ekki alveg að fatta hvernig átti að setja hana í. Svo það var kallað á viðgerðarmann. Og oh my god. Ég grét hástöfum þegar ég borgaði kalli fyrir. Hann var í heilar 7 mínútur að þessu og ég mátt gösso vel og reiða fram 6.200 krónur. Argggggggggg. En nú vælir þurrkarinn eins og breima læða svo ég verð að fá þennann viðgerðarmann aftur. Ætla sko ekki að borga þá. Það hefur aldrei heyrst svo mikið sem stuna frá þessu tæki fyrr en nú. En svo að hinni bárunni. Eins og þið vitið þá var skipt hér um blöndunartæki í eldhúsinu fyrir sotlu síðan. Gott mál. Nema að helv..... heitavatnskraninn inní skápnum er búinn að leka síðan. Bara svona í rólegheitum og beint niður í gólf svo að við urðum ekki vör við neitt. Fyrr en að allt í einu rís parketið upp og mótmælir. Svo þá kom tryggingarmaðurinn góði og kíkti á þetta. Hann kallaði á pípara til að koma og laga kranann og svo á smiðinn til að kíkja á skemmdirnar. Ok. Píparinn kom og það tveir og skiptu um krana. Svo kom smiðurinn og BRAUT botninn í skápnum. Hann var orðin alveg morkinn. Og svo er ég svo heppinn að innréttingin er í heilu lagi en ekki svona einingar eins og er í dag, þannig að það þarf að rífa hana alla frá og smíða nýjann botn í hana. Og núna er ég með heljarinnar þurrkara í ruslaskápnum sem blæs í gólfið og þurrkar það og hávaðinn er að gera okkur öll heyrnarlaus, og þetta á að ganga til þriðjudags. En ég fékk nú samt náðarsamlegt leyfi til að slökkva á þessum fjanda á nóttinni. Ætlaði að setja inn nokkrar myndir á barnalandinu góða en það er ekki að ganga núna. Eitthvað verið að breyta og laga á því heimilinu. Fékk nefnilega myndir að pabba Baldurs og hans konu og þeirra börnum. Er svona skemmtilegra að hafa líka myndir af hans fólki þar. Vona bara að þessar breytingar gangi fljótt og vel fyrir sig. Jæja held að þetta sé komið gott í bili. Best að taka prjónana og taka eins og tvo til þrjá hringi fyrir svefnin.
Knús í krús....................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæhæ, ég rakst óvart á bloggið þitt þegar ég googlaði reim fyrir þurrkara ég er í sömu vandræðum og var að spá hvort þú vissir hvar svona reim fæst, veist þú það ?
kv Imma
Skrifa ummæli