Já við bíðum og bíðum. Ekkert bólar á litla manninum. Honum þykir greinilega gott að kúra í mömmumalla. Lilja fór í mæðraskoðun í dag og ljósa sagðist nú alveg eiga von á því að hann kæmi um helgina. Hann er kominn svo neðarlega. En ef ekki á hún að koma í mónitor á mánudaginn og svo aftur skildist mér á þriðjudaginn og þá yrði hún sennilega sett af stað. Og hún var heldur betur kát þessi elska. Sér loksins fyrir endann á þessu. Talar orðið ekki um annað en hvað hana hlakkar til að fá hann í hendurnar. Æ hvað ég get skilið hana. Ekki hef ég nú verið nógu dugleg við prjónana þessa síðustu og heitustu daga. Verð að fara að taka mig á. Er rúmlega hálfnuð. Og þykir það bara nokkuð gott. Er komin í helgarfrí í 3 daga og svo 2 kvöldvaktir og svo aftur komin í sumarfrí. Jeyyyyyy. Tókst loksins að setja nýjar myndir inn á barnalandið góða. Endilega kíkja á það og gösso vel að kvitta fyrir í gestabókina. Takk fyrir takk. En komin tími á ból.
Knús í krús.............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli