laugardagur, ágúst 21, 2004

Ég er orðin amma, liggaliggalái

Já nú er hann kominn þessi elska. Og hann er algjörlega hreint yndislegur. Kom í heiminn klukkan 17.40 og mældist tæplega 14 og hálf mörk og 53.50 cm að lengd. Og OMG þvílík upplifun. Ég er búin að vera í þvílíkum tilfinningar rússíbana í dag að það hálfa væri sko hellingur. Horfa upp á "barnið" sitt "þjást" var alveg að fara með mig. Og svo kom þessi týpíski pirringur. Allt fór í taugarnar á þessari elsku. Sama hvað var. Og svo að SJÁ drenginn koma út. Ég fór sko bara að grenja. Og skalf eins og lauf í vindi. Sat svo aðeins með hann og horfði á hann og þá komu bara tár í augun á mér. Þetta er einhver yndislegasta upplifun sem ég hef átt. Og geymi hana í hjarta mér um ókomin ár. Úff mar, nú er ég orðin frekar væmin. En svona er þetta bara. I Love You BannerÉg fylltist þvílíkri ást til þessa litla kraftaverks. Ég verð næstum því klökk bara að skrifa þetta hér. Hjúkk. Annars er ég búin að setja inn helling af myndum, smá vandræði samt að barnalandi, á eftir að minnka nokkrar. Og nú bara verðið þið að fara strax og kíkja og skrifa í gestabókina. ÉG SAGÐI NÚNA STRAX. Nei, bara djók.... Skrapp aðeins til Guðnýjar og Sigga að monnta mig með eins og 4 myndir og svo til Olgu. Og nú er sko að koma tími á ból hjá mér. Orðin ansi þreytt. Sofnaði ekki fyrr en 5 í morgun og var komin á fætur hálf átta. Diddi minn átti afmæli í gær og ég á morgun svo hann kúrir þarna á milli afa og ömmu.
Knús í krús................. Heart Glasses






Engin ummæli: