Já ég held að ég hljóti að hafa verið í einhverskonar spennufalli í dag. Var svona fljótandi, syndandi og hafði ekki dug í nokkurn hlut. Pabbi og mamma komu hér með þessar líka dásamlegu rósir í tilefni afmælis okkar hjóna. Verst að við fáum ekki notið þeirra nógu lengi, því nú tekur Danmörk við okkur um hádegi á mánudag. Skruppum í dag þegar spúsinn var búinn að vinna í Smáralindina að kaupa í skólann fyrir drenginn og í þá verslun er Íslendingum þykir hvað skemmtilegast að versla í, og versluðum þar nokkra boli á undirritaða. Bóndinn sagðist ekki fara með mér í utanlandsferð og mín gangandi í gömlum vinnubolum merktum Select. Skil bara ekkert í honum. Þessir líka fínu bolir. Og aldrei slíku vant fann ég bara þrjú stykki sem hentuðu mér. Veit ekkert leiðinlegra en að kaupa mér föt. Hafið þið heyrt þennann áður? Örugglega ekki. Svo þegar við löbbuðum framhjá ungbarnadeildinni hreinlega skransaði ég. Og ég sem ætlaði sko ekki að kaupa neitt fatalegt á drenginn, hann á svo mikið. Endaði samt með því að ég keypti einn náttgalla og svo að sjálfsögðu varð Örn Aron að kaupa einn líka og fékk að velja sjálfur. Og hann var svo glaður með það, hann er hreinlega að springa úr monnti með litla gaurinn. Finnst hann SVO sætur. Svo til Dóra að sækja smá drykkjarföng fyrir Sigga og Guðný og svo til þeirra. Og það sem þau eru búin að lyfta mörgum Grettistökum í þessu húsi og það alveg ein. Tekur því ekki að nefna þetta ponsulitla sem ég hefi lagt þar að mörkum. Nóg er samt til af börnum þeirra 6 stykki og ég verð að segja það að ég bara á ekki til orð. Þau hafa nákvæmlega ekkert lagt af mörkum. Fussu svei. Sæi mig ekki í anda hanga heima og dúlla mér á meðan foreldra mínir stæðu í svona stórræðum. En, svona eru börnin í hnotskurn í dag. Hafa fengið allt upp í hendurnar og dettur sko ekki í hug að gefa eitthvað til baka. En nóg um það. Fórum svo til Lilju og Bildurs að kíkja á prinsinn. Þau eru komin heim með hann. Ohhhh. Hann er æði. Svo sléttur og fínn. Leila(hundurinn þeirra) þarf mikið að skoða þennann nýjasta fjölskyldumeðlim. Og þegar sá stutti grætur, grætur hún með honum. Og þegar við tókum hann upp þá snusaði hún svo í kringum okkur og þurfti að þefa af honum. En þau voru orðin ansi þreytt þessi nýbökuðu. Bildur hefur ekki sofið síðan við fórum á deildina í gær og Lilja sat í hálfgerðri þoku í sófanum. Vona svo sannarlega að sá stutti verið góður við pabba og mömmu og sofi vel í nótt. Komum svo heim að verða ellefu og minn maður datt strax í bælið og hrýtur nú eins og ég veit ekki hvað. Eins gott að hann sofi ekki Danmörk af sér. Búinn að vinna svo brjálæðislega í allt sumar. Hefur ekki átt einn frídag síðan 5 júli og vinnur svona 12 til 15 tíma á dag. Það er annað en ég. Búin að vera meira og minna í húsmæðraorlofi í allt sumar fyrir utan nokkrar vaktir sem ég hef tekið. Jamm hef svona frekar verið í fríi frá svona húsverkum. Enda engin ástæða til að ég sé í verkum. híhíhí.....Kallinn að vinna á morgun til sex og ég verð heima að þvo og þvo svo allt sé nú tilbúið fyrir ferðina góðu. Þarf líka að pakka fyrir Örn Aron. Vil gera það sjálf, svo það verði almennilegt. Sorry Lonni mín. Get ekkert að þessu gert. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum, þoli ekki að koma heim úr fríi og allt í drasli og skít.. Hate it. Eins gott að Lonni og Boldur gangi vel um hér þessa daga sem þau verða hér. Og svo koma þau út með Erni Aroni og það held ég að við mæðgur eigum eftir að skemmta okkur í Tivoli og Bakkanum. Báðar spennufíklar af verstu gerð. Svo ætlum við Boldur að fara saman og fá okkur tatto. hehehe. Ógeðslega verðum við flott. Me and my son in law.
Held að ég láti þetta duga í bili.
Knús í krús.......................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli