miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Spræk,sprækari,sprækust

Jamm og já. Mín er öll að sprækast. Orðin bara þokkalega hress en hósta samt enn þessi lifandis ósköp. Hljóma eins og gamall traktor að fara í gang. En þetta er allt að koma. Er búin að vera nokkuð dugleg við skírnakjólinn síðustu tvo dag og er núna hálfnuð. Lilja orðin annsi óþolinmóð, hringdi í mig í kvöld og vildi fá samþykki mitt fyrir því að fara og kaupa sér laxerolíu. Ég sagðist ekki ætla að taka þá ákvörðun fyrir hana. Fyndist að hún ætti bara að láta náttúruna um þetta. FaintingÉg var frekar hneyksluð. Vinna á morgun og þið trúið því aldrei, mig hlakkar til að mæta. Er eiginlega farin að sakna þessa furðulega fólks sem ég vinn með. híhí.....

En nóg í bili, er frekar tóm. Knús í krús.......... Waitress

Engin ummæli: