sunnudagur, ágúst 01, 2004

Allt að koma

Jæja nú held ég að Þetta sé allt að koma. Fór á fimmtudaginn upp á læknavakt. Þetta var bara ekki að ganga hjá mér. Það fékk ég að vita það að ég er með asma-kennda berkjubólgu.. Fékk sýklalyf við því ásamt stera innhalator. Svona púst. MedicineOg gungan ég þorði ekki að soga þetta dót að mér fyrr en í dag. Veit ekki alveg hvað það var en mér fannt þetta eitthvað mjög svo fráhrindandi, hélt að þetta væri örugglega ógeðslelga vont. En surprise, fann ekkert fyrir því nema hvað það var léttara að anda,. Sem sagt í hnotskurn, mér er að batna. Enda kominn tími til. Þetta er orðin rúm vika hjá mér. Ég er gjörsamlega að mygla hér heima. Lokuð innan þessa fjögurra veggja. I need air......... You're Full Of Hot AirEr nú að hugsa um að vera óþekk stelpa á morgun og stelast í svona klukkutíma til Guðnýjar og sjá hvað þau eru búin að vera dugleg í endurbóta vinnunni við húsið sitt nýja. Svo hringdi Örn Aron áðan voða glaður, hafði tekið þátt í minigolf móti í Hraunborgum og fékk medaliu fyrir það. Jibbý kóla.... Setti líka inn nýja bumbumyndir af Lilju Bryndísi áðan sem teknar voru í dag. Hún er orðin annsi þreyutleg þessi elska. 5 dagar í settan fæðingardag, svo er bara að bíða og sjá.

Knús í krús.............................. Chillen






Engin ummæli: