föstudagur, júní 18, 2004

Vinnuhelgi dauðanns!!!!!!!!!!!!!!

Nei,nei, segi nú bara svona. Fínt að vera að vinna þessa helgi, þá líður tíminn hraðar því mín byrjar í 1sta í sumarfríi á miðvikudaginn. Og þar sem ég er svo létt í lund vegna þessa þá ákvað ég að vera voða,voða góð og tók 2 aukavaktir. Næturvaktir á mánudag og þriðjudag. Góða ég.
Hélt hátíðlega upp á afmæli erfðarprinsinns á miðvikudagskvöldið með alvöru heitu súkkulaði og alles. Það var að ósk hanns sjálfs. Vildi það frekar en eitthvað gos. Klapp fyrir mínum. Og ekki skemmdu afmælisgjafirnar fyrir drengnum. Endalausann gjaldeyrir að eilífu amen. Og nú á hann sko 2350 krónur danskar. Sniðugt hjá liðinu að fara og kaupa danskar krónur frekar en að koma með þetta í íslenskum. Þá er nebblega ekki hægt að eyða þessu. Svo nú er minn voða ríkur. Og glaður. Svo var hann svo þakklátur mömmu sinni þessi elska að þegar ég var búin að lesa fyrir hann um kvöldið og segja með honum bænirnar þá þakkaði hann mér alveg sérstaklega fyrir að hafa bakað og gert svona góða heita rétti fyrir veisluna. Já það er gott ef þau kunna að meta það sem gert er fyrir þau. Allavega snerti þetta streng í brjósti mér.
og talandi um að lesa fyrir hann. Hafið þið lesið Lísu í Undralandi? Ég bara spyr. Ég held að maðurinn sem skrifaði þessa bók hljóti að hafa verið á sýrutrippi þegar hann skrifaði hana.
Svo stóð hann sig svaka vel í prófunum þessi elska með 7ur,8ttur og 9ur. Húrra fyrir honum. Mikið betra en ég átti von á, eftir þennann vetur.
Jæja nú er mál komið á ból svo mar vakni í fyrramálið. Læt þetta gott heita í bili.

Knús í krús....... Og þar sem allt er að drukkna í boltanum núna verður þetta kveðja mín í kvöld

Engin ummæli: