föstudagur, júní 04, 2004

Lyklaborðavesen og ættarmót. tralalalala lalala

Jæja þá er ég búin að æða í Elko með mitt hávelborna lyklaborð og þeir hafa bara aldrei heyrt um svona vandamál áður. Ekki skrítið þar sem um mig er að ræða. Þarf alltaf að vera öðruvísi en allir aðrir. Hann tengdi lyklaborðið við tölvu í búiðinni og það bara hreinlega svínvirkaði. Arg. Og svo horfði mannanginn bara á mig eins og ég væri af öðrum hnetti. Já en það virkar ekki í tölvunni heima. Uhh..Það er alveg satt. Og þegar ég var búin að lýsa því hvernig þetta virkaði hér heima sagði hann. Þetta er eins og sms. Þarf alltaf að bíða aðeins til að gera aftru á sama takka. Já.... sagði ég. En hann komst semsagt þá að þeirri niðurstöðu að þá væri eitthvað að tölvunni og þyrfti að fara með hana og láta kíkja á hana. Nýja fína tölvan mín. Svo lét hann mig fá blað með nafni á staðnum sem ég átti að fara með græjuna. Og mín frekar pisst. Alveg óþolandi að vera kaupa eitthvað á annað hundrað þúsund og svo er það bilað. Fussusvei....
Ég heim með lyklaborðið aftur og tengdi það við tölvuna og fór eitthvað að spá í þetta betur og tek þá eftir iconi sem einhverra hluta vegna og af óræðnum forsendum hefur tekið sér bólfestu neðst til hægri á desktopinu. Þar sem klukkan er og það. Fer nú eitthvað að spá það og skoða. Opna og les. Og þá er það eitthvað lyklaborðadæmi. Og merkt er við Sticki fingers. Ha. What the hel is that. Prufa að breyta þessu og viti menn lyklaborðið er eins og nýtt. Nú eins og það á að vera. Örn Aron kannast ekki við að hafa verið að fikta neitt og ekki er þetta frá mér komið. Já ég hefði átt að æða með tölvudýrið og skammast aðeins meir. Hjúkk.

En nóg um það nú er bara að bruna á ættarmótið krúttlega og margumtalaða. Liggaliggalái. Örn Aron búin að sturta sig og nú er komið að mér. Svo er Gurrý búin að laga kaffi og kom og bauð mér að koma og fá mér sopa áður en ég færi. Á nú reyndar eftir að henda í tösku en það tekur ekki svo langann tíma. Verst að spúsinn minn ætlar ekki að koma með. Hann er að vinna alla helgina þessi elska. Svo hann verður fjarri góðu gamni.
We´l miss you babe.

En nú er nóg komið að sinni
Knús í krús..................

Engin ummæli: