sunnudagur, júní 13, 2004

Afmæli andfætlingsinns

Já þá er afmæli Egils frænda búið og mikið var þetta góð veisla. Haldið var upp á herlegheitin á Póstbarnum við hliðina á Hótel Borg. Boðið var upp á rautt,hvítt og bjór og að sjálfsögðu lagði maður lag sitt við bjórinn. mmm. Svo var þessi dýrindis puttamatur og þeir sem voru penir í sér notuðu tannstöngla. Hössi bróðir Egils söng blús við frumsaminn texta eftir sjálfann sig,um stóra bró, og minnsti bró,Svanur las upp ræðu eftir mömmu sín. Hana Diddu besta skinn. Og hún gjörsamlega sló í gegn. Skil bara ekkert í henni frænku minni að setja sig ekki niður og skrifa smásögur til útgáfu. Hún leynir svo sannarlega á sér. Allavega hafði ég ekki hugmynd um að hún kynni að setja svona á blað. Og svo ropar hún því útúr sér að hún geri þetta svona stundum. Það er ekki verið að monnta sig á þeim bænum. Og nú vil ég endilega að hún komi sér upp bloggsíðu og setji inn þessar sögur sínar, svo við hin getum notið. Ég meira að segja bauðst til að gera þetta fyrir hana. Hún brosti bara þessi elska. Hef nú ekki sagt mitt síðasta orð í þessu máli. Heyrirðu það.

Annars hefur frekað fátt á daga mína drifið síðan síðast. Skrapp aðeins í kaffi til Sillu í gær og þar er allt að verða grátt eins og bloggsíða stúlkunnar. Hún er gjörsamlega að týna sér í grámanum. En þetta er samt voða,voða fínt hjá henni.

Annars má nú ekki gleyma að segja frá Rúnu. Sú kom okkur öllum á óvart. Alltíeinu þegar allir héldu að nú væru öll skemmtiatriði búin, stekkur Hössi upp á barinn með sinn eðal gítar og framm stekkur Rúna í gervi Marlin Monroe og syngur Happy birthday mister Lárusson happy birthday to you. Og djö.... var hún góð. Með þessa líka rámu og sexy rödd. Allavega fannst okkur það. Og Agli líka.

Jæja nú held ég að ég ætti að fara að lúlla. Ætla til Guðnýjar og Sigga á morgun og athuga hvort ekki megi hafa eitthvað gagn af mér. Brjóta niður skápa, rífa upp gólfefni, taka bárujárnið af húsinu, reyta arfa, klippa tré, þrífa tjörnina og og og og og og og
Já þau eru víst endalaus verkefnin á þeim bænum. En þetta verður rosa huggulegt þegar þetta er búið. Og munið það að hálfnað verk þá hafið er. Ekki það að hún þurfi neinnar uppörvunar við. Henni finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að hún er að kafna í orku þesssa daganna. Skildi hún geta deilt þessari orku. Spurning hvort mar bara smitist ekki.


Knús í krús.........

Engin ummæli: