föstudagur, júní 11, 2004

Smekkurinn eða sjónin. hm. that´s the quiestion

Já það er spurning þetta með smekkinn eða sjónina. Held nú samt að það sé sjónin. Alveg ferlegt með hana. Hún er mikið að bögga mig þessa daganna. Nei,nei,bara að grínast. En ég er að reyna að átta mig á því hvaða útlit ég vil hafa á þessari síðu minni. Gengur frekar erfiðlega. Svo er ég alveg viss um að ég er að fara djúpleiðina í þessum breytingum mínum. Örugglega hægt að gera það á auðveldari hátt. En það er nú eins og það er. Mar þarf alltaf að fara erfiðu leiðina. Annars hefur ekkert merkilegt á daga mína drifið undanfarið. Bara þetta venjulega, vinna,sofa og ...... Er núna komin í mitt yndislega helgarfrí. Næstu þrjá daga. Eins gott að veðrið verði gott. Eins og það er búið að vera í vikunni. Enda passlegt að hanga inni í sjoppu búllu. Finnst nú bara að það ætti að loka vegna veðurs. Það eru nú ekki margir svona dagar á okkar ylhýra. Litli drengurinn hennar mömmu sinnar átti afmæli í gær og fyllti heil ellefu ár. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, finnst svo stutt síðan hann var bara baby. Þessi elska. Og í tilefni dagsinns fékk hann að bjóða tveimur vinum sínum í bíó og þar með slepp ég guðsblessunarlega við að halda afmæli með 2o brjáluðum krökkum. Hjúkk, og sviti. Hann bauð Antoni Erni besta vini sínum og svo að sjálfsögðu "kærustunni". Og skemmtu þau sér bara ljómandi vel í félagsskap Harry Potter og félaga.

Svo er afmæli annað kvöld hjá Vigga mági hanns Didda og svo fertugsafmælið hjá Agli á laugardagskvöldið. Það er sko bara ekkert lát á þessum skemmtunum. Mig er sko farið að dauðlanga til að vera í fríhelgi og liggja heima með tærnar langt upp í loft og gera helst ekki annað en að glápa á imbann og eitthvað þaðan af minna. Koma tímar koma ráð. Þetta tekur svosem allt enda á endanum. Nema endalaust verði. Alveg hreint merkilegt með þetta. Annað hvort gerir maður ekki neitt svo mánuðum skiptir eða þá að það er eitthvað um að vera hverja einustu helgi í 2 mánuði. Og svo þarf maður að fara á heilsubælið í Gervahverfi til að ná sér niður aftur. Svona eru augun í mér orðin þreytt. Ekki skrítið að ég sjái ekki almennilega á þetta bloggtetur mitt.En nú er ég hætt að bulla.

Hætta skal nú bullu-blogg,
sem hvort er engin skilur.
en samt sem áður skal ég nokk,
skrifa hér meira hvað sem yfir dynur.

Já,já, svo er maður talandi skáld líka. Vissuð þið það ekki, hehehe..

Knús í krús.

Engin ummæli: